Menntaskólinn í Reykjavík

Eðlisfræðikeppni

Úrslit í eðlisfræðikeppni framhaldsskólanna

Úrslitakeppni í eðlisfræðikeppni framhaldsskólanna fór fram helgina 16.-17. mars. Keppendum sem lentu í efstu fimm sætunum býðst að vera í Olympíuliðinu sem keppir í Danmörku í júlí í sumar. Árangur nemenda skólans var mjög góður og eru fjórir nemendur úr MR sem lentu í efstu fimm sætunum. Í efstu sætunum eru:

Jón Sölvi Snorrason, 6.X, 2. sæti

Snorri Tómasson, 6.X, 3. sæti

Tryggvi Kalman Jónsson, 5.X, 4. sæti

Hildur Þóra Ólafsdóttir, 6.X, 5. sæti

 

Við óskum þeim til hamingju með mjög góðan árangur.