Menntaskólinn í Reykjavík

Eðlisfræðikeppni

Landskeppni framhaldsskólanna í efnafræði

Úrslit úr forkeppni framhaldsskólanna í efnafræði liggja fyrir. 12. almenna landskeppni í efnafræði fór fram 19. febrúar. 105 nemendur úr 9 skólum tóku þátt í keppninni. Fjórtán nemendum er boðið að taka þátt í úrslitakeppninni sem fram fer í Háskóla Íslands helgina 9. og 10. mars næstkomandi. Árangur nemenda skólans var mjög góður og af þessum fjórtán nemendum eru ellefu úr MR. Í efstu sætunum eru:

Jón Ágúst Stefánsson, 6.X, 1. sæti

Bjartur Máni Sigurðarson, 5.M, 3.-4. sæti

Sigurður Kári Árnason, 6.X, 3.-4. sæti

Daníel Kristinn Hilmarsson, 5.S, 7.-8. sæti

Hildur Þóra Ólafsdóttir, 6.X, 7.-8. sæti

Árný Jóhannesdóttir, 5.M, 9.-10. sæti

Ólafur Orri Sturluson, 5.S, 9.-10. sæti

Gunnlaugur Helgi Stefánsson, 4.T, 11. sæti

Egill Sigurður Friðbjarnarson, 5.M, 12. sæti

Birna Brynjarsdóttir, 5.S, 13. sæti

Surya Mjöll Agha Khan, 5.M, 14. sæti