Menntaskólinn í Reykjavík

Fréttir

Skólaslit 2012

Menntaskólanum í Reykjavík var slitið föstudaginn 1. júní. Brautskráðir voru 172 nýstúdentar.

Dúx árgangsins er Hólmfríður Hannesdóttir, 6.X, með ágætiseinkunn 9,83 en þetta er fjórða hæsta einkunn í sögu skólans. Semidúx er Valgerður Bjarnadóttir, 6.S, með ágætiseinkunn 9,66. Aðrir nýstúdentar með ágætiseinkunn voru fjórir.

Kór Menntaskólans í Reykjavík söng við athöfnina og Valgerður Bjarnadóttir lék á píanó tvo kafla úr verkinu Kinderschenen eftir Schumann.

Fjölmargir afmælisstúdentar voru viðstaddir athöfnina og færðu skólanum góðar gjafir. Við athöfnina fluttu fulltrúar afmælisstúdentar ræður. Geir R. Tómasson tannlæknir. dr. med. dent talaði fyrir hönd 75 ára stúdenta, herra Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, fyrir hönd 50 ára stúdenta, Halldór Kristjánsson verkfræðingur fyrir hönd 40 ára stúdenta og Ragnheiður Traustadóttir aðjjúnkt við Háskólann að Hólum fyrir hönd 25 ára stúdenta. Oddrún Assa Jóhannsdóttir ávarpaði samkomuna fyrir hönd nýstúdenta.

Myndaskýringar: 1. Nýstúdentar taka á móti prófskírteinum sínum. 2. Hólmfríður Hannesdóttir, dúx árgangsins, tekur á móti verðlaunum og viðurkenningum. 3. Hanna Ragnarsdóttir, tekur á móti verðlaunum og viðurkenningum. 4. Herra Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, heldur ræðu fyrir hönd 50 ára stúdenta. 5. Yngvi Pétursson, rektor, veitir viðtöku gjafar að upphæð 1,5 milljónum króna frá 40 ára stúdentum úr hendi Halldórs Kristjánssonar verkfræðings, sem hélt ræðu fyrir hönd árgangsins. 6. -7) Geir R. Tómasson tannlæknir heldur ræðu fyrir hönd 75 ára stúdenta.

 

picasa_albumid=5750473933475417809