Menntaskólinn í Reykjavík

  • Fjallgangan sunnudaginn 15.sept
    Skráningu er lokið í fjallgönguna um Svínaskarð nk. sunnudag 15 sept. Mikilvægt er að allir þátttakendur mæti stundvíslega kl. 8.45 á malarbílastæðin neðan við HÍ þaðan sem farið verður á rútum. Ekki má fara á einkabílum. Mikilvægt er að hafa gott nesti meðferðis og skjólgóðan klæðnað í samræmi við veðurfar.  Hér má finna útbúnaðarlista og fleiri upplýsingar. Áætluð heimkoma er á milli 15.30 og 16.00.

Fréttir

MR sigrar í Morfís í 7. sinn

Lið Menntaskólans í Reykjavík sigraði lið Menntaskólans við Hamrahlíð í Morfís, ræðukeppni framhaldsskólanna. Keppnin var haldin í þétt setnum Eldborgarsal Hörpu i jafnri og spennandi keppni. Umræðuefnið var „Stríð fyrir frið“ og mælti MH með en MR á móti. Liðið MR skipuðu Eygló Hilmarsdóttir, Jóhann Páll Jóhannsson, Kári Þrastarson og Ólafur Kjaran Árnason. Ræðumaður íslands var Jóhann Páll Jóhannsson úr MR. Morfís liði skólans og þeim sem stóðu að þjálfun liðsins í vetur eru færðar hamingjuóskir og þakkir fyrir þá miklu vinnu sem þeir hafa lagt á sig til að ná þessum glæsilega árangri.  Þetta er sjöundi sigur skólans í Morfís en keppnin var fyrst haldin 1983.