Menntaskólinn í Reykjavík

Fréttir

Frönskukeppni framhaldskólanema „Allons en France 2012"

Hin árlega frönskukeppni framhaldsskólanema „Allons en France 2012“  fór fram í Borgarbókasafninu laugardaginn 24. mars.

Í þetta sinn var keppt um besta myndbandið og var þema keppninnar mannréttindi eða Les droits de l‘homme. Keppendur voru ellefu og fyrir hönd MR kepptu þrír nemendur, þær Tinna Hallgrímsdóttir úr 4.S, Guðbjörg Ríkey Hauksdóttir úr 5.B og Elísabet Rún Þorsteinsdóttir úr 5.B. Þær stóðu sig allar með miklum sóma og þökkum við þeim þátttökuna. Það var MR sem hreppti tvö efstu sætin. Elísabet Rún Þorsteinsdóttir bar sigur úr bítum og í 2. sæti var Guðbjörg Ríkey Hauksdóttir. Eins og fyrr fær sigurvegarinn í verðlaun ferð til Frakklands.

franska2012