Menntaskólinn í Reykjavík

Fréttir

Fræðslufundur Foreldrafélags MR

Fræðslufundur Foreldrafélags MR verður haldinn á Sal Menntaskólans, miðvikudaginn 21. mars nk. kl. 20:00.


Dagskrá

Valgerður Á. Rúnarsdóttir læknir ræðir um áfengis- og vímuefnanotkun íslenskra ungmenna.
Hver er staðan og hvert stefnir?

Hlé og kaffiveitingar

Ketill Berg Magnússon formaður Heimilis og skóla ræðir um hlutverk foreldra í framhaldsskólum.


Boðið verður upp á fyrirspurnir að flutningi erinda loknum. Gert er ráð fyrir að hvort erindi taki um 25 mín, en umræður í kjölfarið 5-10 mín. Hvetjum alla foreldra til að mæta, vonumst til að sjá sem flesta.

Stjórn Foreldrafélags MR