Menntaskólinn í Reykjavík

Fréttir

Landskeppni framhaldsskólanna í eðlisfræði

Úrslit úr forkeppni framhaldsskólanna í eðlisfræði liggja fyrir. Landskeppni í eðlisfræði fór fram 14. febrúar. Fjórtán nemendum er boðið að taka þátt í úrslitakeppninni sem fram fer í Háskóla Íslands helgina 24. og 25. mars næstkomandi. Árangur nemenda skólans var mjög góður og af þessum fjórtán nemendum eru tíu úr MR. Í efstu sætunum eru:

Freyr Sverrisson, 6.X, 2. sæti

Hólmfríður Hannesdóttir, 6.X, 3. sæti

Atli Þór Sveinbjarnarson, 6.X, 4. sæti

Arnór Valdimarsson, 5.X, 5. sæti

Stefán Alexis Sigurðsson, 6.X, 7. sæti

Ragnar Pálsson, 6.X, 9. sæti

Sigurður Kári Árnason, 5.X, 10. sæti