Menntaskólinn í Reykjavík

 • Skólasetning 2019
  Skólinn verður settur þriðjudaginn 20. ágúst. Nemendur safnist saman fyrir framan skólann kl. 13:50, þaðan verður gengið til skólasetningar í Dómkirkjunni. Eftir skólasetningu fara nemendur í heimastofur og fá stundaskrár og upplýsingar um námið framundan. Kennsla hefst miðvikudaginn 21. ágúst skv. stundaskrá. Bókalista má finna á heimasíðu skólans. Starfsmannafundur verður á Hátíðasal mánudaginn 19. ágúst kl. 13:00. Rektor
 • Bóksala
  Bóksalan opnar 14.ágúst og er þá hægt að kaupa þau hefti sem er sérstaklega merkt inn á bókalistum (stjórnumerkt)
  Bókalistar
  4.bekkur
  5.bekkur
  6.bekkur

Fréttir

Jólatónleikar Skólakórsins

Kór Menntaskólans í Reykjavík heldur tónleika í Seltjarnarneskirkju þriðjudagskvöldið 20. desember kl. 20:00.

Dagskrá kórsins helgast af árstíð og er fyrst og fremst krikjuleg tónlist aðventu og jóla. Meðal efnis eru mótettur eftir Francis Poulenc og Maurice Duruflé. Einnig eru lög og útsetningar Jórunnar Viðar meðal efnis á tónleikunum.

Organisti með kórnum er Kári Þormar og aðrir hljóðfæraleikarar koma úr röðum kórfélaga.

Stjórnandi kórsins er Guðlaugur Viktorsson.

Aðgangseyrir er kr. 1500 og eru allir hjartanlega velkomnir.