Menntaskólinn í Reykjavík

 • Skólasetning 2019
  Skólinn verður settur þriðjudaginn 20. ágúst. Nemendur safnist saman fyrir framan skólann kl. 13:50, þaðan verður gengið til skólasetningar í Dómkirkjunni. Eftir skólasetningu fara nemendur í heimastofur og fá stundaskrár og upplýsingar um námið framundan. Kennsla hefst miðvikudaginn 21. ágúst skv. stundaskrá. Bókalista má finna á heimasíðu skólans. Starfsmannafundur verður á Hátíðasal mánudaginn 19. ágúst kl. 13:00. Rektor
 • Bóksala
  Bóksalan opnar 14.ágúst og er þá hægt að kaupa þau hefti sem er sérstaklega merkt inn á bókalistum (stjórnumerkt)
  Bókalistar
  4.bekkur
  5.bekkur
  6.bekkur

Fréttir

Snilldarlausnir framhaldsskólanema 2011

Úrslit í hugmyndasamkeppni framhaldsskólanna, Snilldarlausnum Marel, liggja nú fyrir. Katrín Jakobsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, afhenti í dag hugmyndaríkum framhaldsskólanemum viðurkenningar fyrir að búa til hagnýta hluti úr dós. Verðlaun fyrir frumlegustu hugmyndina hlaut Rebekka Jenný Reynisdóttir, 6.S, fyrir þakrennuviðgerð með niðursuðudós.

Yfirlit yfir verðlaunahafa og hugmyndir þeirra, m.a. myndbönd þar sem verðlaunasköpun þeirra er skýrð út, má nálgast á vef Snilldarlausna.

Keppnin er haldin af Innovit, nýsköpunar og frumkvöðlasetri en bakhjarl keppninnar er Marel en auk þess styðja Samtök atvinnulífsins og Mennta- og menningarmálaráðuneytið við keppnina með myndarlegum hætti.