Menntaskólinn í Reykjavík

  • Jólaprófstaflan 2019
    Nú má sjá jólaprófstöfluna 2019 hér eða í valmynd til hægri.
  • Stöðupróf í rússnesku
    Stöðupróf í rússnesku verður haldið í Menntaskólanum í Kópavogi fimmtudaginn 17. október kl. 14:00. Sjá nánar um skráningu í frétt hér að neðan.

Fréttir

Esjuganga 2011

Nemendur MR fóru í fjallgöngu á dögunum og gengu á Esjuna þann 25. september og þann 5.október. Alls tóku rúmlega 310 nemendur þátt í göngunum. Veðrið lék ekki beinlínis við hópinn, en þrátt fyrir rok og kulda þá komu allir eldhressir niður og þáðu heitt kakó að göngu lokinni. Ekki var veður skárra þann 5.okt en öflugir MR-ingar létu sér fátt um finnast og nutu göngunnar þrátt fyrir rigningarsudda og komu niður með bros á vör! Íþróttakennarar skólans sáu um gönguna.