Menntaskólinn í Reykjavík

  • Skólasetning 2019
    Skólinn verður settur þriðjudaginn 20. ágúst. Nemendur safnist saman fyrir framan skólann kl. 13:50, þaðan verður gengið til skólasetningar í Dómkirkjunni. Eftir skólasetningu fara nemendur í heimastofur og fá stundaskrár og upplýsingar um námið framundan. Kennsla hefst miðvikudaginn 21. ágúst skv. stundaskrá. Bókalista má finna á heimasíðu skólans. Starfsmannafundur verður á Hátíðasal mánudaginn 19. ágúst kl. 13:00. Rektor
  • Bóksala
    Bóksalan opnar 14.ágúst og er þá hægt að kaupa þau hefti sem er sérstaklega merkt inn á bókalistum (stjórnumerkt)
    Bókalistar
    4.bekkur
    5.bekkur
    6.bekkur

Fréttir

Alþingi á sal Lærða skólans

Laugardaginn 18. júní var opnuð sýningin Alþingi á Sal Lærða skólans en hún er sett upp í tilefni 200 ára afmælis Jóns Sigurðssonar forseta á vegum afmælisnefndar Jóns Sigurðssonar. Sýningin verður opin í sumar 18. júní til 18. ágúst kl. 13-17. Það eru nokkrir nemendur skólans sem haf umsjón með leiðsögn á sýningunni. Meðfylgjandi eru nokkrar myndir sem voru teknar við opnun sýningarinnar.