Menntaskólinn í Reykjavík

Fréttir

Alþingi á sal Lærða skólans

Laugardaginn 18. júní var opnuð sýningin Alþingi á Sal Lærða skólans en hún er sett upp í tilefni 200 ára afmælis Jóns Sigurðssonar forseta á vegum afmælisnefndar Jóns Sigurðssonar. Sýningin verður opin í sumar 18. júní til 18. ágúst kl. 13-17. Það eru nokkrir nemendur skólans sem haf umsjón með leiðsögn á sýningunni. Meðfylgjandi eru nokkrar myndir sem voru teknar við opnun sýningarinnar.