Menntaskólinn í Reykjavík

Fréttir

Frábær árangur á Evrópuleikunum í eðlisfræði

Íslenska landsliðið í eðlisfræði tók í fyrsta skiptið þátt í Evrópuleikunum í eðlisfræði og stóð liðið sig mjög vel. Keppnin var haldin á netinu dagana 20. og 21. júlí.  Landsliðið var að þessu sinni allt skipað nemendum eða nýstúdentum frá Menntaskólanum í Reykjavík. 

Kristján Leó Guðmundsson fékk bronsverðlaun á leikunum og óskum við honum innilega til hamingju.