Menntaskólinn í Reykjavík

Fréttir

Foreldrafræðsla

Menntavísindasvið Háskóla Íslands í samstarfi við Heimili og skóla og fleiri aðila standa fyrir foreldrafræðslu undir heitinu Heimilin og háskólinn. Í dag, þriðjudag 14. apríl kl. 15.00, er fjarkynning ætluð foreldrum framhaldsskólanema. Hún ber heitið:

Að hvetja framhaldsskólanemann af stað eftir páskafrí: Áskoranir og leiðir fyrir foreldra!

Guðrún Ragnarsdóttir lektor og Súsanna Margrét Gestsdóttir aðjunkt hafa báðar áratuga reynslu af starfi í framhaldsskólum. Þær ætla að leiða okkur í allan sannleikann um hvernig við hvetjum ungmenni í framhaldsskólum áfram eftir páskafrí - á tímum COVID-19.

 

Hlekkurinn á ZOOM-rýmið er https://eu01web.zoom.us/my/laera

Foreldrar geta sent inn spurningar jafn óðum til þeirra sem fræða í hvert skipti. Allir nettengdir foreldrar geta fylgst með en hlaða þarf niður ZOOM forritinu áður. Leiðbeiningar fyrir uppsetningu á Zoom: https://kennslumidstod.hi.is/fraedsluefni/fjarfundir-og-netspjall/zoom/