Menntaskólinn í Reykjavík

Fréttir

Tilkynning frá rektor

 Í ljósi samkomubanns og lokunar framhaldsskóla verður rask á skipulagi náms og kennslu í skólanum. Við munum engu að síður kappkosta að halda úti kennslu á eins markvissan hátt og okkur er unnt. Rektor fór í alla bekki í dag og ræddi við nemendur, brýndi fyrir þeim að það er lykilatriði að þeir skipuleggi tímann sinn og fari eftir leiðbeiningum kennara. Öllum ætti þó að vera ljóst að lokun skólans reynir mikið á nemendur og foreldra.

 Stjórnendur skólans munu sinna sínum störfum, símaþjónusta verður óbreytt þar til annað verður ákveðið. Eftir helgi munu kennarar senda nemendum vinnuáætlanir. Kennarar munu nýta sér tölvupóst, námsnetið, Innu, Teams og jafnvel Youtube og Facebook, allt eftir því sem þeir velja. Það er mjög mikilvægt að nemendur lesi tölvupóstinn sinn reglulega.

 Stoðþjónusta skólans verður áfram í boði, en með öðru sniði, þar sem nemendum er ekki heimilt að koma í skólann. Nemendur og foreldrar geta haft samband við námsráðgjafa og hjúkrunarfræðing með tölvupósti. Einnig er hægt að panta símaviðtal með því að senda tölvupóst.

 Námsráðgjafar skólans eru:

Anna Katrín Ragnarsdóttir, This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Guðrún Þ. Björnsdóttir, This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

 Hjúkrunarfræðingur:

Arna Garðarsdóttir, This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

 

Netföng allra kennara eru á heimsíðu skólans, www.mr.is.

 Skólinn mun upplýsa ykkur um stöðu mála eftir því sem fram vindur.

 Bestu kveðjur og gangi ykkur vel,

 

Elísabet Siemsen rektor