Menntaskólinn í Reykjavík

Fréttir

Stjórnunarkeppni framhaldsskólanna

Í Stjórnunarkeppni framhaldsskólanna keppa þriggja til fjögurra manna lið í að stýra fyrirtæki í ákveðinn tíma með sem bestum árangri. Mikilvægur hluti af starfi stjórnenda er að taka ákvarðanir, bæði um atriði í starfsemi frá degi til dags og stærri ákvarðanir sem hafa áhrif á starfsemina, og samfélagið allt, til frambúðar.

Keppnin er haldin á vegum viðskiptadeildar Háskólans í Reykjavík og er markmiðið að vekja áhuga ungs fólks á góðri og ábyrgri stjórnun. Keppnin er byggð á Edumundo-herminum sem er vel þekktur og var keppnin í ár fólgin í því að stýra fyrirtæki yfir nokkurra ára tímabil sem var í útflutningi á reiðhjólum og verkefnið var að koma þeim inn á fleiri markaði.

1. sæti

Í fyrsta sæti var blandað lið Menntaskólans við Hamrahlíð, Menntaskólans í Reykjavík og Menntaskólans við Sund, en liðið hlaut peningaverðlaun frá Menntasjóði Viðskiptaráðs Íslands. Liðið var skipað þeim Björgvini Viðari Þórðarssyni úr MR, Hauki Methúsalem Óskarssyni úr MH, Magnúsi Baldvini Friðrikssyni úr MS, og Oddi Stefánssyni úr MR.