Menntaskólinn í Reykjavík

Fréttir

Heimsókn í Stofnun Árna Magnússonar

Fornmáladeild (5A og 6A) heimsótti í gær Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum á Laugavegi 13. Þar fékk hópurinn kynningu á starfsemi alþjóðasviðs, málræktarsviðs, nafnfræðisviðs og orðfræðisviðs stofnunarinnar og gafst tækifæri til að skoða nokkur af gagnasöfnum stofnunarinnar, svo sem ritmálssafn Orðabókar Háskólans og örnefnasafn. Þetta er fyrri af tveimur heimsóknum á stofnunina. Fram undan er heimsókn á starfsstöð stofnunarinnar í Árnagarði í Háskóla Íslands þar sem handritasvið og þjóðfræðasvið eru til húsa.

Meðfylgjandi er mynd úr heimsókninni. Frá vinstri eru Ásta Svavarsdóttir af orðfræðisviði, Emily Lethbridge af nafnfræðisviði, Jóhannes B. Sigtryggsson af málræktarsviði og Branislav Bédi af alþjóðasviði sem tóku á móti hópnum.