Menntaskólinn í Reykjavík

Fréttir

Heimsókn máladeildar í utanríkisráðuneytið

Nemendum í 6.bekk máladeildar var boðið í heimsókn í utanríkisráðuneytið.

Á móti okkur tóku María Mjöll Jónsdóttir, deildarstjóri, Sveinn H. Guðmarsson, fjölmiðlafulltrúi og Sturla Sigurjónsson, ráðuneytisstjóri. Þess má geta að þau eru öll útskrifuð úr máladeild MR.

Nemendur fengu kynningu á starfsemi ráðuneytissins, bæði innanlands og um allan heim.

Nemendur og kennarar máladeildar voru sammála um að heimsóknin hefði verið fræðandi, skemmtileg og gagnleg.

Við þökkum utanríkisráðuneytinu fyrir frábærar móttökur.