Menntaskólinn í Reykjavík

Fréttir

Einkunnaafhending og jólastund

Einkunnir að loknum jólaprófum verða afhentar föstudaginn 20. desember. Nemendur eru beðnir um að safnast saman fyrir framan skólann kl. 13:50. Þá verður gengið til jólastundar í Dómkirkjunni. Að henni lokinni verða einkunnir afhentar í heimastofu hvers bekkjar um kl. 14:30. Kennsla hefst að loknu jólaleyfi skv. stundaskrá mánudaginn 6. janúar kl. 8:10.