Menntaskólinn í Reykjavík

Fréttir

Sigur MR í MeMa

Við óskum liði MR hjartanlega til hamingju með sigur í nýsköpunarkeppni MeMa
Þau hönnuðu mosaflísar í þeim tilgangi að bæta loftgæði þar sem loftmengun er verst t.d. við stóriðjur, stórar umferðagötur og í borgum. Flísarnar er hægt að setja á hús, hljóðmúra og fleiri mannvirki. Mosinn tekur upp mikið af koltvíoxíði og skaðlegum efnum t.d. þungamálmum og köfnunarefnistvíoxíð sem annars gætu haft skaðleg áhrif á umhverfið.