Menntaskólinn í Reykjavík

Fréttir

Goethe-Institut

Image may contain: 2 people, indoor

Síðastliðinn fimmtudag var nemendum í þýsku boðið upp á vinnustofu á vegum Goethe-Institut. Inga og Friederike frá teamGLOBAL gerðu fjölbreytt og skemmtileg verkefni sem tengjast fatnaði og sjálfbærum lausnum. Nemendur gátu fræðst um fataframleiðslu og sölu, einnig tóku nemendur virkan þátt í að útfæra eigin verkefni til að vekja athygli á skynditísku sem er allsráðandi í heiminum sem hefur slæm áhrif á umhverfið.

Image may contain: 4 people, people sitting, shoes and indoor