Menntaskólinn í Reykjavík

Fréttir

Skólaslit 2019

Menntaskólanum í Reykjavík var slitið föstudaginn 31. maí í 174. sinn. Brautskráðir voru alls 379 nýstúdentar, 170 úr 6.bekk (4 ára kerfi) kl. 10 um morguninn og 209 úr VI.bekk (3 ára kerfi) kl. 14.

Dúx 6.bekkjar er Unnur Ásta Harðardóttir úr 6.A með ágætiseinkunn 9,71. Semidúx er Þorvaldur Ingi Elvarsson úr 6.S með ágætiseinkunn 9,55.

Dúx VI.bekkjar er Sædís Karolina Þóroddsdóttir úr VI.R með ágætiseinkunn 9,84. Semidúx er Ólafur Cesarsson úr VI.Q með ágætiseinkunn 9,75.

Aðrir nýstúdentar með ágætiseinkunn úr 6.bekk eru:

Eldar Máni Gíslason, 6.X með ágætiseinkunn 9,48

Þorbjörg Anna Gísladóttir, 6.Y með ágætiseinkunn 9,48

Urður Helga Gísladóttir, 6.R með ágætiseinkunn 9,46

Þorsteinn Freygarðsson, 6.X með ágætiseinkunn 9,43

Íris Benediktsdóttir, 6.Y með ágætiseinkunn 9,25

Þorsteinn Ívar Albertsson, 6.X með ágætiseinkunn 9,25

Helga Húnfjörð Jósepsdóttir, 6.M með ágætiseinkunn 9,24

Jón Gunnar Hannesson, 6.X með ágætiseinkunn 9,22

Axel Kristján Axelsson, 6.Y með ágætiseinkunn 9,20

Hrefna Kristrún Jónasdóttir, 6.T með ágætiseinkunn 9,19

Stefanía Ásta Karlsdóttir, 6.M með ágætiseinkunn 9,19

Elín Perla Stefánsdóttir, 6.M X með ágætiseinkunn 9,18

Bjarni Dagur Thor Kárason, 6.X með ágætiseinkunn 9,14

 

Aðrir nýstúdentar með ágætiseinkunn úr VI.bekk eru:

Vigdís Gunnarsdóttir, VI.X með ágætiseinkunn 9,71

Jón Helgi Sigurðsson, VI.Y með ágætiseinkunn 9,66

Margrét Snorradóttir, VI.X með ágætiseinkunn 9,61

Óttar Snær Yngvason, VI.X með ágætiseinkunn 9,61

Saga Briem, VI.R með ágætiseinkunn 9,43

Kristján Bjarki Halldórsson, VI.T með ágætiseinkunn 9,37

Árni Daníel Árnason, VI.M með ágætiseinkunn 9,34

Benedikt Fadel Farag, VI.Y með ágætiseinkunn 9,29

Friðrika Hanna Björnsdóttir, VI.U með ágætiseinkunn 9,27

Kristrún Ingunn S. Sveinsdóttir, VI.S með ágætiseinkunn 9,24

Skjöldur Orri Eyjólfsson, VI.Y með ágætiseinkunn 9,23

Sigríður Erna Hafsteinsdóttir VI.M með ágætiseinkunn 9,21

Kristín Helga Jónsdóttir, VI.Z með ágætiseinkunn 9,20

Þuríður Rut Einarsdóttir, VI.S með ágætiseinkunn 9,20

Diljá Hilmarsdóttir, VI.M með ágætiseinkunn 9,18

Jón Pétur Snæland, VI.X með ágætiseinkunn 9,18

Vilhjálmur Jónsson, VI.X með ágætiseinkunn 9,18

Guðjón Þór Jósefsson, VI.Y með ágætiseinkunn 9,08

Ólöf Ágústa Stefánsdóttir, VI.A með ágætiseinkunn 9,02.

 

Í báðum athöfnum dagsins sáu nemendur skólans um frábær tónlistaratriði. Um morguninn lék Þórbergur Bollason, 6.U Sköpunarþríleikinn eftir hann sjálfan í þremur þáttum. Síðan söng Ragnheiður Ingunn Jóhannsdóttir 6.Y við undirleik Gabríels Arnar Ólafssonar tvö lög: Summertime (lag: George Gershwin, texti: Dubose Heyward) og Thank you for the music (lag: Benny Andersson, Björn Ulvæus) en við íslenskan texta.

Eftir hádegi léku Páll Viðar Hafsteinsson VI.U, Auður Indriðadóttir VI.S og Guðrún Dalía Salómónsdóttir dúet fyrir tvær fiðlur og píanó eftir Dmitri Shostakovic: prelúdía og vals. Una Torfadóttir VI.A lék Appelsínugult myrkur eftir hana sjálfa og loks söng Halldóra Sólveig Einarsdóttir VI.S Ást fyrir tvo (lag: Luísa Sobral) eða Amar pelos dois, sigurlag Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva 2017 við íslenskan texta Hallgríms Helgasonar. Flutningur þeirra allra var afar glæsilegur.

Fjölmargir afmælisstúdentar voru viðstaddir athöfnina. Rektor þakkaði afmælisstúdentum velvilja þeirra og vináttu og fyrir góðar gjafir. Við athafnirnar fluttu fulltrúar afmælisstúdenta ræður. Páll Bergþórsson 75 ára júbilant og Ögmundur Jónasson 50 ára stúdent fluttu ræðu og Ásthildur Sturludóttir talaði fyrir hönd 25 ára júbilanta. Fjölmargir afmælisárgangar færðu skólanum góðar gjafir. Afmælisstúdentum voru færðar þakkir fyrir þeirra velvilja og vináttu. Rektor þakkaði fyrir myndarlegar gjafir og ítrekaði að stuðningur þeirra væri skólanum ómetanlegur.

Elías Ólafsson, Skarphéðinn P. Óskarsson, Ragnhildur Blöndal og Sigríður Jóhannsdóttir láta af störfum eftir þetta skólaár. Rektor þakkaði þeim fyrir langa og dygga þjónustu við skólann og óskaði þeim og fjölskyldum þeirra farsældar á komandi árum.

Bjarni Gunnarsson lætur af störfum sem konrektor eftir þetta skólaár og færði rektor honum þakkir og gjöf fyrir vel unnin störf.

Að lokum óskaði rektor foreldrum og öðrum vandamönnum nýstúdenta til hamingju með daginn og flutti nýstúdentum heillaóskir frá skólanum og starfsfólki hans. Rektor sleit síðan skólanum í 174. sinn.