Menntaskólinn í Reykjavík

Fréttir

Móttaka nýnema verður þriðjudaginn 18. ágúst. Ef einhverjir nýnemar hafa ekki fengið tölvupóstinn með skipulagi dagsins þá er hægt að sjá hann hér.

 Athugið að einungis nýnemar mæta þennan dag en ekki forráðamenn. 

Bóksala

Þar sem verið er að flytja skrifstofu skólans niður á 1.hæð í Gamla Skóla verður ekki hægt að opna bóksöluna fyrr en mánudaginn 17. ágúst. 

Skólasetning

Skólinn verður settur miðvikudaginn 19. ágúst. Nánara skipulag skólasetningar verður tilkynnt síðar. 

Bóksala skólans opnar föstudaginn 14. ágúst. 

Nýnemadagurinn verður þriðjudaginn 18. ágúst. Nýnemar fá tölvupóst í lok næstu viku þar sem skipulag dagsins verður tilkynnt. 

Íslenska landsliðið í eðlisfræði tók í fyrsta skiptið þátt í Evrópuleikunum í eðlisfræði og stóð liðið sig mjög vel. Keppnin var haldin á netinu dagana 20. og 21. júlí.  Landsliðið var að þessu sinni allt skipað nemendum eða nýstúdentum frá Menntaskólanum í Reykjavík. 

Kristján Leó Guðmundsson fékk bronsverðlaun á leikunum og óskum við honum innilega til hamingju. 

Ekki verður tekið við fleiri skráningum á algebrunámskeið sem haldið verður í ágúst. Við þökkum mjög góðar viðtökur við þessu gagnlega námskeiði.