Menntaskólinn í Reykjavík

Akrafjall 2011

Fjallganga á Akrafjall

Nemendur okkar, sem völdu fjallgöngu sem valgrein í íþróttum, fóru á Akrafjall s.l. laugardag með íþróttakennurum sínum. Genginn var hringur á Akrafjalli, farið upp á Geirmundartind 643m og þaðan gengið austur eftir fjallinu, svo yfir Jókubungu og upp á Háahnúk 555m. Gangan var 13,5km löng og gekk ljómandi vel með hörkuduglegum nemendum sem nutu sólar og 15°C hita þarna uppi auk útsýnis í allar áttir.

picasa_albumid=5659757855894518497