Menntaskólinn í Reykjavík

Alþjóðleg samskipti

Alþjóðleg samskipti

Alþjóðleg samskipti

Alþjóðleg samskipti eru mikilvægur þáttur í starfi Menntaskólans í Reykjavík. Skólinn tekur á móti fjölda erlendra gesta á hverju ári og nemendur og kennarar skólans sækja erlenda samstarfsskóla heim. Undanfarin ár hafa nemendur farið með kennurum sínum í tungumálum og bókmenntum í menningarferðir til nokkurra borga, t.d. Berlínar, Rómar, Barcelona, London og Parísar.

Gestakennarar

Tungumálakennarar skólans fá reglulega til sín erlenda gestakennara á vegum Erasmus+. Á þessu haustmisseri 2017 er nýútskrifaður gestakennari frá Þýskalandi starfandi við skólann á vegum Goethe Institut.

Erasmus+ skólaverkefni

Skólinn hefur tekið þátt í skólaverkefnum Eramsus+ menntaáætlunarinnar frá því að hún hófst haustið 2014. Þátttaka í slíkum verkefnum gefur fjölda nemenda tækifæri til að ferðast á framandi slóðir og kynnast erlendum jafnöldrum sínum. Jafnframt þjálfa nemendur tungumálakunnáttu sína og bæta við þekkingu og reynslu sem nýtist í námi og starfi. Ávinningur skólans af þátttöku í skólaverkefnum felst einnig í eflingu þekkingar og reynslu kennara sem hlýst af samstarfi við erlenda samstarfsaðila.

Frekari upplýsingar um Erasmus+ skólaverkefnin er að finna á heimasíðum og facebook síðum verkefnanna:

Tímabil

Heiti verkefnis

2018-2020

Erasmus+ námsferð til Spánar

2017-2020

ROOTS – Routes to Outdoor Oriented Teaching and Sustainability

2016-2019

Georesources

2014-2017

Water – A European Task in a Global Context