Ágætu nemendur!

Skólahald verður með óbreyttu sniði á morgun, þ.e. helmingur bekkja verður heima og helmingur í skólanum. Sú breyting verður frá og með morgundeginum að GRÍMUSKYLDA verður á öllum, nemendum sem kennurum og öðrum starfsmönnum. Skólinn mun útvega grímur.

Það er mikilvægt að þið vitið að þið hafið val um að koma í skólann og nota grímur eða stunda námið eingöngu í fjarnámi ef þið treystið ykkur ekki til að koma í skólann. Fyrir því geta verið margar ástæður: undirliggjandi sjúkdómar, sjúkdómur fjölskyldumeðlims o.fl. Ef þið kjósið að stunda námið í fjarnámi næstu daga, vinsamlegast hafið þá samband við Einar konrektor (einar@mr.is) eða Ólöfu Ernu kennslustjóra (oloferna@mr.is).

Mikilvægt er að þið hafið meðferðis í skólann snjallsíma eða tölvu til að þið getið fylgst með tímum sem verða eingöngu kenndir á netinu næstu daga.

Kakólandi verður lokað tímabundið. Þið þurfið því að koma með nesti.

Ekki gleyma því að okkur hefur tekist að standa þetta af okkur hingað til og með samvinnu allra tekst okkur vonandi að komast hjá smiti meðal nemenda og starfsmanna.

Leiðbeiningar um notkun gríma

Myndband með leiðbeiningum um notkun gríma

Með bestu kveðju,

Elísabet rektor