Dæmi 3.97, svar c) og d)

Aspirín, C9H8O4, er myndað úr salisýlsýru, C7H6O3, og ediksýruanhydríði, C4H6O3, samkvæmt efnajönunni:
C7H6O3 + C4H6O3 --> C9H8O4 + HC2H3O2

  1. Hve mikið þarf af salisýlsýru til þess að framleiða 1,5·102 kg af aspiríni ef gert er ráð fyrir að salisýlsýran nýtist að fullu?
  2. Hve mikið magn af salisýlsýru þyrfti ef aðeins 80% af sýrunni nýttist til framleiðslu á aspiríni?
  3. Hverjar eru fræðilegar heimtur aspiríns ef 186 kg af salisýlsýru hvarfast við 125 kg af ediksýruanhydríði?
  4. Ef við aðstæður eins og lýst er í c-lið myndast 182 kg af aspiríni hver er þá nýtnin?
Efnajafna C7H6O3 + C4H6O3 --> C9H8O4 + HC2H3O2
Fyrir hvarf 186 kg/(138,1g/mól)
= 1,34 kmól
125 kg/(102,1g/mól)
= 1,22 kmól
   
Breyting -1,22 kmól -1,22 kmól 1,22 kmól 1,22 kmól
Eftir hvarf 0,12 kmól 0,0 kmól 1,22 kmól 1,22 kmól
Massi aspiríns
eftir hvarf
    1,22 kmól·180,2g/mól
= 220kg
 

c) Eins og sjá má í töflunni þá er C4H6O3 takmarkandi efnið og heimtur við 100% nýtni eru 220 kg af aspiríni.

d) Ef heimtur samkvæmt c) lið væru 182 kg þá væri nýtnin 182kg·100/220kg = 82,7%.