Dæmi 3.96, svar

Þegar kveikt er í blöndu sem er 10,0 g af etyni (C2H2) og 10,0 g af súrefni, O2, myndast í brunanum CO2 og H2O.

  1. Ritaðu stillta efnajöfnu fyrir hvarfið.
  2. Hvort hvarfefna er takamarkandi efnið?
  3. Hve mörg grömm af C2H2, O2, CO2 og H2O eru til staðar eftir hvarfið?

a) Stillt efnajafn er:
2C2H2(g) + 5O2(g) ---> 4CO2(g) + 2H2O(g)

Efnajafna 2C2H2(g) + 5O2(g) ---> 4CO2(g) + 2H2O(g)
Fyrir hvarf 10,0g/26,0g/mól
= 0,385mól
10,0g/32,0g/mól
= 0,313mól
0,0mól 0,0mól
Breyting -2/5·0,313mól
= - 0,125mól
- 0,313mól 4/5·0,313mól
= 0,250mól
2/5·0,313mól
= 0,125mól
Eftir hvarf 0,26mól
sem vega
0,26mól·26,0g/mól
= 6,7g
0,0mól
0,0g
0,250mól
sem vega
0,250mól·44,0g/mól
= 11,0g
0,125mól
sem vega
0,125mól·18,0g/mól=
2,25g

b) Súrefnið er takmarkandi þar sem 2,5 mól af því þarf til að hvarfast við 1,0 mól af etýni, C2H2, en færri mól eru af súrefni en etýni.
Einnig sést að hlutfallið mól af súrefni deilt með stuðlinum við það er minna en hlutfallið mól af etyni deilt með stuðlinum við það: 0,313/5 = 0,0626 < 0,385/2 = 0,193, sem sýnir að súrefnið er takmarkandi.

c) Í töflunni er sýnt hversu mörg grömm verða af efnum eftir hvarfið þegar reiknað er með 100% heimtum.