Vanillín, sem er aðalbragðefni vanillu, inniheldur frumefnin C, H og O.
Þegar 1,05 g af vanillíni eru fullkomlega brunnin, hafa myndast 2,43 g af CO2 og 0,50 g af H2O.
Hver er reynsluformúla vanillíns?
Bruna efnis, sem í eru eingöngu kolefni, vetni og súrefni, má lýsa með efnajöfnunni:
(C, H og O) | + O2 | myndar | CO2 | + H2O |
1,05g | 2,43g | 0,50g | ||
Mól C og H | 2,43g/44,0g/mól = 0,0552mól |
2·0,50g/18,0g/mól = 0,0556mól |
||
Massi C og H | 0,0552mól·12,0g/mól = 0,663g |
0,0556mól·1,00g/mól = 0,056g |
Massi súrefnis er: 1,05g – 0,663g – 0,056 = 0,331g.
Mól af súrefni 0,331g/16,00g/mól = 0,0207mól
Frumefni | Mól | Deilt með minnstu tölunni | Lengt með 3 |
C | 0,0552mól | 2,67 | 8 |
H | 0,0556mól | 2,67 | 8 |
O | 0,0207mól | 1 | 3 |
Reynsluformúlan er C8H8O3
Formúlumassi reynsluformúlu er 156g/mól sem er sama talan og mólmassi efnisins, sameindaformúla þess er C10H20O.