Dæmi 3.78, svar

Þegar vetnissúlfíðgas er leitt í lausn af natrínhýdroxíði, myndast natínsúlfíð og vatn.
Hversu mörg grömm af natrínsúlfíði myndast ef 2,00 g af vetnissúlfíði eru leidd í lausn sem í eru 2,00 g af natrínhýdroxíði, ef gert er ráð fyrir að heimtur natrínsúlfíðs séu 92,0%?

Hér þarf að byrja á því að stilla efnajöfnu og reikna síðan út hvað getur myndast ef heimtur eru 100%.

Efnajafna H2S(g) + 2NaOH(aq) ---> Na2S(s) + 2H2O(l)
Fyrir hvarf 2,00g/34,08g/mól
= 0,0587mól
2,00g/40,0g/mól
= 0,0500mól
   
Breyting -1/2·0,050 = -0,0250mól -0,0500mól 0,0250 mól 0,0500 mól
Eftir hvarf 0,0337 mól 0,00 mól 0,0250 mól 0,0500 mól

Fræðilegar heimtur eru 0,0250mól af Na2S(aq) sem vegur 0,0250mól·78,05g/mól = 1,95g.
Þar sem heimtur voru aðeins 92,0% þá fengust í raun 1,95g·0,92 = 1,80g af Na2S.