Dæmi 3.77, svar

Litín og nitur hvarfast og mynda litínnítríð samkvæmt:
6Li(s) + N2(g) --> 2Li3N(s).
Ef 5,00 g eru af hvoru hvarfefni og heimtur eru 80,5 %, hversu mörg grömm af Li3N(s) myndast þá?

Efnajafna 6Li(s) + N2(g) --> 2Li3N(s)
Fyrir hvarf 5,00g/6,941g/mól
= 0,7204mól
5,00g/28,01g/mól
= 0,1785mól
 
Breyting -0,7204mól -(1/6)·0,7204mól = -0,1201mól (2/6)·0,7204mól = 0,2401mól
Eftir hvarf 0,00mól 0,0584mól 0,2401mól
Massi eftir hvarf     0,2401mól·34,83g/mól
= 8,363g

Eins og sjá má í töflunni eru fræðilegar heimtur af litínnítríði 8,363g en af því heimtast aðeins 80,5% sem eru 8,363g·0,805 = 6,73g