Dæmi 3.76, svar

Þegar etan, C2H6, hvarfast við klór, Cl2, er C2H5Cl, aðalmyndefnið, þó að smávegis af öðrum klórberandi efnum s.s. C2H4Cl2 myndist einnig. Myndun þessara aukaefna dregur úr heimtum C2H5Cl.

  1. Notaðu massa hvarfefna sem gefinn er í b-lið og reiknaðu fræðilegar heimtur C2H5Cl ef gert er ráð fyrir að C2H6 og Cl2 hvarfist og myndi einungis C2H5Cl og HCl.
  2. Reiknaðu hlutfallsheimtur C2H5Cl (í %) ef í hvarfi 125 g af C2H6 og 255 g af Cl2 myndast 206 g af C2H5Cl.

a)

Efnajafna C2H6 + Cl2 --> C2H5Cl + HCl
Fyrir hvarf 125g/30,07g/mól
= 4,16mól
255g/70,91g/mól
= 3,60mól
   
Breyting -3,60mól -3,60mól 3,60mól 3,60mól
Eftir hvarf 0,56mól 0,0mól 3,60mól 3,60mól
Massi eftir hvarf     3,60mól·64,51g/mól
= 232g
 

b)

Eins og sjá má í töflunni eru fræðilegar heimtur af etylklóríði 232g.
Mældar heimtur voru 206g sem eru (206/232)·100 = 88,8%