Dæmi 3.71, svar

Froðan, sem myndast þegar Alka-Seltzer tafla er leyst upp í vatni, er vegna hvarfsins á milli natrínvetniskarbónats, NaHCO3, og sítrónusýru, H3C6H5O7:
3 NaHCO3(aq) + H3C6H5O7(aq) --> 3 CO2(g) + 3 H2O(l) + Na3C6H5O7(aq)
Í tilraun var 1,00 g af natrínvetniskarbónati og 1,00 g af sítrónusýru látið hvarfast saman

  1. Hvort hvarfefnið er takmarkandi.
  2. Hversu mörg grömm af koldíoxíði myndast?
  3. Eftir að annað hvarfefnið hefur klárast hversu mörg grömm eru þá eftir af hinu hvarfefninu?
Efnajafna 3 NaHCO3(aq) + H3C6H5O7(aq) --> 3 CO2(g) + 3 H2O(l) + Na3C6H5O7(aq)
Fyrir hvarf 1,00g/84,0g/mól
= 1,19·10-2mól
1,00g/192,1g/mól
= 5,21·10-3mól
     
Breyting -1,19·10-2mól -1/3·1,19·10-2mól
= -3,97·10-3mól
1,19·10-2mól 1,19·10-2mól 3,97·10-3mól
Eftir hvarf 0,0 mól 1,24·10-3mól 1,19·10-2mól 1,19·10-2mól 3,97·10-3mól
  1. Í töflunni kemur fram að natrínvetniskarbónatið er takmarkandi.
  2. Massi koldíoxíðs sem myndast er 1,19·10-2mól·44,0g/mól = 0,524 g.
  3. Afgangs eru 1,24·10-3mól af sítrónusýru sem vega 1,24·10-3mól·192,1g/mól = 0,238g.