Dæmi 3.69, svar

Natrínhydroxíð hvarfast við koldíoxíð á eftirfarandi máta:
2 NaOH(s) + CO2(g) ---> Na2CO3(s) + H2O(l)
Hvaða hvarfefni er takmarkandi þegar 1,70 mól af NaOH og 1.00 mól af CO2 eru látin hvarfast?
Hversu mörg mól af Na2CO3 geta myndast? Hversu mörg mól eru afgangs af umfram hvarfefni þegar efnahvarfinu er lokið?

  2 NaOH(s) + CO2(g) ---> Na2CO3(s) + H2O(l)
Fyrir hvarf 1,70 mól 1,00 mól    
Breyting -1,70 mól -1/2·1,70 = -0,85mól 0,85 mól 0,85 mól
Eftir hvarf 0 0,15 mól 0,85 mól 0,85 mól

Þar sem tvö mól þarf af NaOH(s) á hvert mól af CO2(g) þá er NaOH(s) takmarkandi.
Í töflunni kemur fram að 0,85 mól geta myndast af Na2CO3(s).
0,15 mól verða afgangs af CO2(g).