Menntaskólinn í Reykjavík Menntaskólinn í
Reykjavík
     Efnafræði í 4. bekk
Nafn:________________________________

Heimaverkefni 3 við 8. kafla

Eftirfarandi 8 krossaverkefni eiga við námsefni 8. kafla. Opna má leiðbeiningu við hverja spurningu.
Svaraðu fyrst öllum spurningum, sem þú getur, án þess að nota leiðbeiningar og kannaðu hvaða árangri þú nærð. Ef þú hefur ekki náð að svara öllu rétt þurrkaðu þá út svörin og endurtaktu verkefnið en opnaðu leiðbeiningar í þeim tilvikum sem þú ert ekki viss um rétt svar.
Ef enn vantar upp á að þú hafir svarað öllum spurningum rétt berðu þá þín svör saman við réttu svörin og reyndu að átta þig á hvers vegna þú svarar rangt.

1.

Hvert atómanna Cl, F, Rb, Ca, eða Si hefur mestu rafdrægni?

  1. Cl
  2. F
  3. Rb
  4. Ca
  5. Si
Leiðbeining Loka leiðbeiningu

2.

Í efnatengjum milli atómanna A) Si - Cl, B) S - Cl, C) P - Cl og D) Si - Si er mismunandi skautun. Þegar tengjunum er raðað í röð eftir vaxandi skautun þá er röðin:

  1. A < B < C < D
  2. C < D < B < A
  3. D < C < B < A
  4. C < B < D < A
  5. D < B < C < A
Leiðbeining Loka leiðbeiningu

3.

Hvert eftirfarandi atómpara myndar samgilt efnatengi?

  1. Cd, Cl
  2. Fe, S
  3. K, O
  4. Cu, Se
  5. N, F
Leiðbeining Loka leiðbeiningu

4.

Hversu margar gildisrafeindir koma fram í Lewisbyggingu AsF3?

  1. 5
  2. 26
  3. 32
  4. 8
  5. 21
Leiðbeining Loka leiðbeiningu

5.

Í hvaða eftirfarandi sameind eru tvö stök rafeindapör og tvö sem mynda efnatengi umhverfis atóm?

  1. BeCl2
  2. NCl3
  3. OF2
  4. BF3
  5. PH3
Leiðbeining Loka leiðbeiningu

6.

Teiknaðu Lewisbyggingu sameindarinnar H2N-CH2-CH2-CO2H og ákvarðaðu hver eftirfarandi fullyrðinga um hana er röng.

  1. Fimm stök rafeindapör eru í sameindinni.
  2. Þrjú eintengi og eitt stakt rafeindapar er við nituratómið.
  3. Ellefu eintengi eru í sameindinni.
  4. Tengi er á milli súrefnisatómanna í sameindinni.
  5. Eitt tvítengi er í sameindinni.
Leiðbeining Loka leiðbeiningu

7.

Hver er fjöldi tengirafeindapara og stakra rafeindapara umhverfis miðatómið í sameindunum NH3, H2S, CO2 ?

  NH3   H2S   CO2  
  Tengipör Stök pör Tengipör Stök pör Tengipör Stök pör
a 3 0 2 2 4 0
b 3 1 2 2 4 0
c 3 1 2 2 2 0
d 3 0 2 1 4 0
e 3 1 2 1 4 0
Leiðbeining Loka leiðbeiningu

8.

Hver eftirfarandi sameinda og jóna hefur vokbyggingu?

  1. ClO4-
  2. CH3CO2-
  3. NO3-
  4. CH4
  5. CO2
Leiðbeining Loka leiðbeiningu

9.

Í efniseindunum NO+, NO2-, og NO3- er tengið á milli niturs og súrefnis

  1. styst í NO3- og lengst í NO2-
  2. styst í NO+ og lengst í NO2-
  3. lengst í NO+ og styst í NO2-
  4. styst í NO+ og lengst í NO3-.
  5. Ekkert er hægt að segja til um lengt tengja í jónum sem þessum.
Leiðbeining Loka leiðbeiningu

10.

ΔH efnahvarfsins CH4 + Cl2 --> CH2Cl2 + H2 , sem gerist í gasfasa, er samkvæmt vermi tengjanna sem rofna og myndast:

  1. 170 kJ/mól
  2. -1263 kJ/mól
  3. 717 kJ/mól
  4. 24 kJ/mól
  5. -24 kJ/mól
Leiðbeining Loka leiðbeiningu

11.

Fjöldi rafeindapara umhverfis miðatómið í Lewisbyggingu sameindarinnar SeF4 er

  1. 6
  2. 5
  3. 3
  4. 4
  5. 2
Leiðbeining Loka leiðbeiningu

12.

Þegar efnunum HCCH, H3CCH3 og H2CCH2 er raðað í röð eftir vaxandi lengd tengis milli kolefnisatóma þá er röðin:

  1. HCCH < H3CCH3 < H2CCH2
  2. HCCH < H2CCH2 < H3CCH3
  3. H2CCH2 < HCCH < H3CCH3
  4. H3CCH3 < H2CCH2 < HCCH
  5. Öll tengi á milli kolefnisatóma eru af sömu lengd.
Leiðbeining Loka leiðbeiningu

Árangur:
Rétt svör:

Björn Búi Jónsson, bjornbui@mr.is

Valid HTML 4.01! Valid CSS!