Menntaskólinn í Reykjavík Menntaskólinn í
Reykjavík
     Efnafræði í 4. bekk
Nafn:________________________________

Heimaverkefni 1 við 8. kafla

Sölt

Eftirfarandi 12 krossaverkefni eiga við námsefni 8. kafla. Opna má leiðbeiningu við hverja spurningu.
Svaraðu fyrst öllum spurningum, sem þú getur, án þess að nota leiðbeiningar og kannaðu hvaða árangri þú nærð. Ef þú hefur ekki náð að svara öllu rétt þurrkaðu þá út svörin og endurtaktu verkefnið en opnaðu leiðbeiningar í þeim tilvikum sem þú ert ekki viss um rétt svar.
Ef enn vantar upp á að þú hafir svarað öllum spurningum rétt berðu þá þín svör saman við réttu svörin og reyndu að átta þig á hvers vegna þú svarar rangt.

1.

Hversu margar óparaðar rafeindir eru í Lewistáknun súrefnisatóms?

  1. 2
  2. 0
  3. 4
  4. 1
  5. 6
Leiðbeining Loka leiðbeiningu

2.

Í hvaða tilviki er rangur fjöldi gildisrafeinda gefinn innan sviga á eftir atómtákninu?

  1. As (5)
  2. Cl (7)
  3. Se (4)
  4. Ca (2)
  5. Li (1)
Leiðbeining Loka leiðbeiningu

3.

Málmar

Það er málmtengi ríkjandi í

  1. MgCl2
  2. NH3
  3. PCl3
  4. Au- Pd blöndu
  5. O3
Leiðbeining Loka leiðbeiningu

4.

Hver eftirfarandi jóna hefur ekki rafeindaskipan eðallofttegundar?

  1. Sc3+
  2. Y+
  3. S2-
  4. Mg2+
  5. P3-
Leiðbeining Loka leiðbeiningu

5.

Hvert af eftirfarandi er Lewistákn jarðalkalímálms?

Leiðbeining Loka leiðbeiningu

6.

Hver er aðalskammtatala rafeinda sem volfram, W, missir þegar það oxast og myndar jónina W2+?

  1. 5
  2. 2
  3. 4
  4. 6
  5. 3
Leiðbeining Loka leiðbeiningu

7.

Hver eftirfarandi efnabreytinga er útvermin?

  1. Br2(g) --> 2Br(g)
  2. K(g) --> K+(g) + e-
  3. Br2(l) --> Br2(g)
  4. K+(g) + Br-(g) --> KBr(s)
  5. K(s) --> K(g)
Leiðbeining Loka leiðbeiningu

8.

Hver eða hverjar eftirfarandi raða eru samrafeindaraðir?
(i)K+, Na+, Mg2+
(ii)Ag+, Cd2+
(iii)Se2-, Te2-, Kr
(iv)Ru2+, Rh3+
(v)As3-, Se2-, Br-

  1. v
  2. ii
  3. iv
  4. i
  5. ii, iv, og v
Leiðbeining Loka leiðbeiningu

9.

Í hvaða eftirfarandi röð eða röðum eru jafnmargar rafeindir í efniseindunum?
(i)Ba, Lu+, Hf3+
(ii)Nb4+, Y2+, Rb+1
(iii)Te2-, I-, Xe
(iv)Br-, Kr, Rb+

  1. aðeins i og ii
  2. aðeins i
  3. aðeins ii
  4. aðeins iii og iv
  5. aðeins iii
Leiðbeining Loka leiðbeiningu

10.

Hvaða eftirfarandi efniseind hefur mest þvermál?

  1. Al
  2. Na+
  3. Li+
  4. Na
  5. Na-
Leiðbeining Loka leiðbeiningu

11.

Hversu margar gildisrafeindir eru samtals í jóninni ICl4-?

  1. 36
  2. 28
  3. 35
  4. 8
  5. 34
Leiðbeining Loka leiðbeiningu

12.

Hvert eftirfarandi tengja er skautað?

  1. O-S
  2. S-S
  3. O-O
  4. F-F
  5. C-S
Leiðbeining Loka leiðbeiningu

Árangur:
Rétt svör:

Björn Búi Jónsson, bjornbui@mr.is

Valid HTML 4.01! Valid CSS!