Menntaskólinn í Reykjavík Menntaskólinn í
Reykjavík
     Efnafræði í 4. bekk

Heimaverkefni 2 við 7. kafla

Nafn:________________________________
Jarðalkalímálmarnir

Eftirfarandi 12 krossaverkefni eiga við námsefni 7. kafla. Opna má leiðbeiningu við hverja spurningu.
Svaraðu fyrst öllum spurningum, sem þú getur, án þess að nota leiðbeiningar og kannaðu hvaða árangri þú nærð. Ef þú hefur ekki náð að svara öllu rétt þurrkaðu þá út svörin og endurtaktu verkefnið en opnaðu leiðbeiningar í þeim tilvikum sem þú ert ekki viss um rétt svar.
Ef enn vantar upp á að þú hafir svarað öllum spurningum rétt berðu þá þín svör saman við réttu svörin og reyndu að átta þig á hvers vegna þú svarar rangt.

1.

Hvert af efnunum, sem talin eru upp, er X í efnahvarfinu 4Ga + 3X2 ---> 2Ga2X3?

  1. N2
  2. Cl2
  3. Br2
  4. O2
  5. F2
Leiðbeining Loka leiðbeiningu

2.

Ritaðu stillta efnajöfnu fyrir hvarf saltpéturssýru við kopar(II)oxíð.

  1. Cu2O(s) + 2HNO3(aq) --> 2CuNO3(aq) + H2O(l)
  2. Cu2O(s) + 2H2SO4(aq) --> 2CuSO4(aq) + H2O(l)
  3. CuO(s) + HNO3(aq) --> CuNO3(aq) + H2O(l)
  4. CuO(s) + 2HNO3(aq) --> Cu(NO3)2(aq) + H2O(l)
  5. Cu2O3(s)+ 6HNO3(aq) -- 2Cu(NO3)3(aq) + 3H2O(l)
Leiðbeining Loka leiðbeiningu

3.

Hvert frumefnanna: C, Te, I, S eða Ca er melmingur?

  1. C
  2. Te
  3. I
  4. S
  5. Ca
Leiðbeining Loka leiðbeiningu

4.

Í hvaða eftirfarandi lista eru öll efnin úr sama flokki?

  1. Ce, Pr, Nd
  2. K, Ca, Sr
  3. N, O, F
  4. B, Ga, Tl
  5. Ba, La, Hf
Leiðbeining Loka leiðbeiningu

5.

Málmeiginleikar ___________ frá vinstri til hægri í lotu og _________ niður flokk í lotukerfinu.

  1. aukast, aukast
  2. minnka, aukast
  3. aukast, minnka
  4. minnka, minnka
  5. minnka, breytast ekki
Leiðbeining Loka leiðbeiningu

6.

Hvern af málmunum, sem sýndir eru í eftirfarandi lotukerfi, er hættulegast að setja í vatn?

  1. Magnín
  2. Litín
  3. Kalín
  4. Ál
  5. Járn
Leiðbeining Loka leiðbeiningu

7.

Hvaða tvær eðallofttegundir geta myndað efnasamband með flúor?

  1. Ne, Ar
  2. Kr, Xe
  3. Ne, He
  4. Ar, Kr
  5. Ar, Xe
Leiðbeining Loka leiðbeiningu

8.

Hver eftirfarandi málmleysingja finnst ekki sem tvíatóma sameind?

  1. Súrefni
  2. Klór
  3. Brennisteinn
  4. Flúor
  5. Vetni
Leiðbeining Loka leiðbeiningu

9.

Viðbót við töflu 7.4. Hver er líklegur eðlismassi fransíns?

Málmur Bræðslu- mark (°C) Suðu- mark (°C) Eðlis- massi (g/cm3) Fyrsta jónunar- orka (kJ/mol) Hlutfall- jarð- skorpu (%) Atóm-radíus (pm) Jón(M+) radíus (pm)
Litín 181 1342 0,53 520,2 0,0020 152 68
Natrín 98 883 0,97 495,8 2,36 186 102
Kalín 63 760 0,86 418,8 2,09 227 138
Rúbidín 39 686 1,53 403,0 0,0090 248 147
Sesín 28 669 1,87 375,7 0,00010 265 167
Fransín       400 snefill    
  1. Um 2 g/mL
  2. Um 1.5 g/mL
  3. Um 0.5 g/mL
  4. Um 1 g/mL
  5. Um 4 g/mL
Leiðbeining Loka leiðbeiningu

10.

Hvert af eftirfarandi frumefnum er mesti málmleysinginn?

  1. Te
  2. Se
  3. Ge
  4. Sn
  5. Zn
Leiðbeining Loka leiðbeiningu

11.

Hver af eftirfarandi efnajöfnum er rétt stillt?

  1. 2Ca(s) + Cl2(g) --> 2 CaCl(s)
  2. Ca(s) + Cl2(g) --> CaCl2(s)
  3. Ca(s) + H2O(l) --> Ca(OH)2(s) + H2(g)
  4. 2 Ca(s) + Cl2(g) --> 2 CaCl2(s)
  5. 2 Ca(s) + 2 H2O(l) --> 2 Ca(OH)2(s)
Leiðbeining Loka leiðbeiningu

12.

Hvert eftirfarandi efna hefur minnsta hvarfgirni?

  1. Sr
  2. Ba
  3. Mg
  4. Ca
  5. Rb
Leiðbeining Loka leiðbeiningu

Árangur:
Rétt svör:

Björn Búi Jónsson, bjornbui@mr.is

Valid HTML 4.01! Valid CSS!