Menntaskólinn í Reykjavík Menntaskólinn í
Reykjavík
     Efnafræði í 4. bekk

Heimaverkefni 3 við 7. kafla

Nafn:_______________________________
Málmleysingjar

Eftirfarandi 12 krossaverkefni eiga við námsefni 7. kafla. Opna má leiðbeiningu við hverja spurningu.
Svaraðu fyrst öllum spurningum, sem þú getur, án þess að nota leiðbeiningar og kannaðu hvaða árangri þú nærð. Ef þú hefur ekki náð að svara öllu rétt þurrkaðu þá út svörin og endurtaktu verkefnið en opnaðu leiðbeiningar í þeim tilvikum sem þú ert ekki viss um rétt svar.
Ef enn vantar upp á að þú hafir svarað öllum spurningum rétt berðu þá þín svör saman við réttu svörin og reyndu að átta þig á hvers vegna þú svarar rangt.

1.

Li hvarfast við frumefnið X og myndar jóníska efnið Li3X, þegar Ca hvarfast við X myndast efnasambandið:

  1. Ca3X2
  2. CaX2
  3. Ca2X3
  4. CaX
  5. CaX3
Leiðbeining Loka leiðbeiningu

2.

Hver efniseindanna Na, Mg, Na+, K+, eða Mg2+ hefur hæstu jónunarorkuna?

  1. Na
  2. Mg
  3. Na+
  4. K+
  5. Mg2+
Leiðbeining Loka leiðbeiningu

3.

Hvert efnanna Li, Be, Na, B eða Ga hefur mestu málmeiginleikana?

  1. Li
  2. Be
  3. Na
  4. B
  5. Al
Leiðbeining Loka leiðbeiningu

4.

Hver oxíðanna SO2, MgO, Li2O og N2O eru jónísk?

  1. MgO og N2O
  2. MgO
  3. SO2 og N2O
  4. N2O
  5. MgO og Li2O
Leiðbeining Loka leiðbeiningu

5.

Í hvað eftirfarandi röð eru eingöngu melmingar?

  1. O, S, Se
  2. F, Cl, Br
  3. As, Si, Ge
  4. As, N, P
  5. Si, C, Ga
Leiðbeining Loka leiðbeiningu

6.

Hvað af eftirfarandi er rangt?

  1. Alkalímálma má skera með bitlausum hníf.
  2. Alkalímálmar hvarfast kröftuglega bæði við súrefni og vatn.
  3. Alkalímálmar eru góðir rafleiðarar.
  4. Alkalímálmar hafa frekar lágt bræðslumark.
  5. Alkalímálmar eru harðari en jarðalkalímálmar.
Leiðbeining Loka leiðbeiningu

7.

Þegar halógen kemur í vatn þá myndast:

  1. Sýra
  2. Rammur basi
  3. Vetni og salt
  4. Daufur basi
  5. Salt
Leiðbeining Loka leiðbeiningu

8.

Ritaðu stillta efnajöfnu sem sýnir hvarf brennisteins við kalín, K.

  1. K(s) + S(s) --> KS(s)
  2. 2K(s) + S(s) --> K2S(s)
  3. K(s) + S2(s) --> KS2(s)
  4. 3K(s) + S(s) --> K3S(s)
  5. K(s) + S(s) --> ekkert hvarf gerist.
Leiðbeining Loka leiðbeiningu

9.

Hvað myndast oftast þegar málmoxíð leysist í vatni?

  1. Hlutlaust salt
  2. Vetni, H2(g)
  3. Súrefni, O2(g)
  4. Sýra
  5. Málmhýdroxíð
Leiðbeining Loka leiðbeiningu

10.

Hvað af eftirfarandi er rangt varðandi súrefni?

  1. Myndar tvær óstöðugar jónir peroxíð og súperoxíð.
  2. Algengasta form þess, sem hreint frumefni, er O2(g).
  3. Óson er eitrað en O2 er það ekki.
  4. Þurrt andrúmsloft er u.þ.b. 80% súrefni.
  5. Það hvarfast við mjög mörg efni.
Leiðbeining Loka leiðbeiningu

11.

Hvað af eftirfarandi á ekki við alkalímálma?

  1. Í loga gefur alkalímálmur frá sér skæran lit.
  2. Sumir finnast í viðarösku.
  3. Hvarf þeirra við vatn er innvermið.
  4. Þeir hafa lítinn eðlismassa.
  5. Það myndast hýdríð þegar þeir hvarfast við vetni.
Leiðbeining Loka leiðbeiningu

12.

Hvert frumefnanna Mg, Cl, Rb, Sc eða H er alkalímálmur?

  1. Mg
  2. Cl
  3. Rb
  4. Sc
  5. H
Leiðbeining Loka leiðbeiningu

Árangur:
Rétt svör:

Björn Búi Jónsson, bjornbui@mr.is

Valid HTML 4.01! Valid CSS!