Menntaskólinn í Reykjavík Menntaskólinn í
Reykjavík
     Efnafræði í 4. bekk

Heimaverkefni við 7. kafla

Nafn:________________________________
Frumefnin í niturflokknum

Eftirfarandi 12 krossaverkefni eiga við námsefni 7. kafla. Opna má leiðbeiningu við hverja spurningu.
Svaraðu fyrst öllum spurningum, sem þú getur, án þess að nota leiðbeiningar og kannaðu hvaða árangri þú nærð. Ef þú hefur ekki náð að svara öllu rétt þurrkaðu þá út svörin og endurtaktu verkefnið en opnaðu leiðbeiningar í þeim tilvikum sem þú ert ekki viss um rétt svar.
Ef enn vantar upp á að þú hafir svarað öllum spurningum rétt berðu þá þín svör saman við réttu svörin og reyndu að átta þig á hvers vegna þú svarar rangt.

1.

Hvert frumefnanna, sem merkt eru inn á meðfylgjandi lotukerfi, hefur hæstu fyrstu jónunarorku?

  1. Fosfór
  2. Kalín
  3. Platína
  4. Pólon
  5. Palladín
Leiðbeining Loka leiðbeiningu

2.

Hvert eftirfarandi frumefna hefur stærstu rafeindafíknina með neikvæðu formerki?

  1. Ar
  2. Se
  3. Na
  4. Cl
  5. I
Leiðbeining Loka leiðbeiningu

3.

Raðaðu atómunum Rb, Ca, As, Ir, og Zr í röð sem sýnir vaxandi fjarlægð n = 4 rafeindahvels frá kjarna.

  1. Ir < Rb < Zr < Ca < As
  2. Ir < Zr < Rb < As < Ca
  3. Ca < As < Rb < Zr < Ir
  4. Ir < Rb < Zr < As < Ca
  5. Ir < Zr < Rb < Ca < As
Leiðbeining Loka leiðbeiningu

4.

Raðaðu atómunum N, K, As, Fr í röð eftir vaxandi atómradíus.

  1. Fr < K < As < N
  2. N < As < K < Fr
  3. As < K < N < Fr
  4. N < K < As < Fr
  5. K < N < Fr < As
Leiðbeining Loka leiðbeiningu

5.

Hver af eftirfarandi jónum hefur minnstan jónaradíus?

  1. O2-
  2. F-
  3. Na+
  4. Mg2+
  5. Al3+
Leiðbeining Loka leiðbeiningu

6.

Hvert af atómunum Be, N, C, Li, B hefur fjórðu jónunarorku mikið hærri en þá þriðju?

  1. Be
  2. N
  3. C
  4. Li
  5. B
Leiðbeining Loka leiðbeiningu

7.

Í hvaða eftirfarandi röð er frumefnum raðað eftir vaxandi fyrstu jónunarorku?

  1. Al, Si, S, Cl, Ar
  2. Al, S, Si, Cl, Ar
  3. Cl, S, Al, Ar, Si
  4. Ar, Cl, S, Si, Al
  5. Si, Al, S, Cl, Ar
Leiðbeining Loka leiðbeiningu

8.

Frumefni hefur eftirfarandi fimm jónunarorkugildi: I1 = 786 kJ/mól, I2 = 1580 kJ/mól, I3 = 3230 kJ/mól, I4 = 4360 kJ/mól og I5 = 16100 kJ/mól.
Líklegast er að frumefnið sé:

  1. Natrín
  2. Magnín
  3. Ál
  4. Kísill
  5. Fosfór
Leiðbeining Loka leiðbeiningu

9.

Í hvaða eftirfarandi röð er frumefnum raðað eftir minnkandi jónunarorku?

  1. Rb, K, Ca
  2. Sb, Te, I
  3. As, S, F
  4. K, Na, Li
  5. Cl, Br, I
Leiðbeining Loka leiðbeiningu

10.

Hvert atómanna B, Rb, Al, Ca, Sr er stærst?

  1. B
  2. Rb
  3. Al
  4. Ca
  5. Sr
Leiðbeining Loka leiðbeiningu

11.

Í hvaða eftirfarandi röð er frumefnunum ekki raðað eftir stækkandi radíus, það minnsta fyrst?

  1. P, Si, Al
  2. Cl, S, O
  3. S, As, Sn
  4. Cl, Br, I
  5. Se, As, Sb
Leiðbeining Loka leiðbeiningu

12.

Hvert frumefnanna P, K, Pd, Pt og Po hefur hæstu aðra jónunarorku?

  1. Fosfór
  2. Kalín
  3. Palladín
  4. Platína
  5. Pólon
Leiðbeining Loka leiðbeiningu

Árangur:
Rétt svör:

Björn Búi Jónsson, bjornbui@mr.is

Valid HTML 4.01! Valid CSS!