Menntaskólinn í Reykjavík Menntaskólinn í
Reykjavík
     Efnafræði í 3. og 4. bekk

Heimaverkefni II, við 6. kafla

Nafn:________________________________

Eftirfarandi 12 krossaverkefni eiga við námsefni 6. kafla.

1.

Raðaðu eftirfarandi rafsegulgeislun í röð eftir vaxandi bylgjulengd.

  1. Gammageislar sem myndast í kjarnahvörfum.
  2. Geislun frá FM-útvarpsstöð sem sendir út á tíðninni 93,1 MHz.
  3. Geislun frá AM-útvarpsstöð sem sendir út á tíðninni 680 kHz.
  4. Gult natrínljós
  5. Rautt díóðuljós

Bylgjulengd:

  1. i < iv < v < iii < ii,
  2. i < v < iv < ii < iii,
  3. iii < ii < v < iv < i
  4. i < ii < iii < iv < v,
  5. i < iv < v < ii < iii
Leiðbeining Loka leiðbeiningu

2.

Raðaðu eftirfarandi rafsegulgeislun í röð eftir minnkandi tíðni.

  1. Röntgengeislar sem notaðir eru við röntgenmyndatöku.
  2. Innrauð geislun frá hitalampa.
  3. Geislun frá sjónvarpssendi.
  4. Gult umferðarljós.
  5. Útfjólublátt sólarljós sem veldur sólbruna.

Tíðni:

  1. i > ii > iii > v > iv,
  2. iii > ii > iv > v > i,
  3. i > v > iv > ii > iii,
  4. i > ii > iii > iv > v,
  5. i > iii > ii > iv > v.
Leiðbeining Loka leiðbeiningu

3.

Hvaða orku, sem mæld er í júl, þarf til að lyfta rafeind af 3. á 5. orkuhæð í vetnisatómi?

  1. 1,55 · 10-19 J
  2. -3,48 · 10-17 J
  3. 2,18 · 10-19 J
  4. -2,56 · 10-19 J
  5. 7,86 · 10-19 J
Leiðbeining Loka leiðbeiningu

4.

Hver eftirfarandi tegund geislunar hefur stystu bylgjulengdina?

  1. útfjólublátt ljós
  2. innrautt ljós
  3. gammageislar
  4. örbylgjur
  5. röntgengeislar
Leiðbeining Loka leiðbeiningu

5.

Kveikt var á rauðum díóðuleysi í 1,00 mínútu. Bylgjulendin var 784 nm og ljósorkan var 31,0 J. Hversu margar ljóseindir sendi leysirinn frá sér á þessari 1,00 mínútu?

  1. 1,22 · 1020
  2. 2,53 · 10-19
  3. 31,0
  4. 5,96 · 1031
  5. 8,26 · 1051
Leiðbeining Loka leiðbeiningu

6.

Hversu margar ljóseindir með tíðnina 1,50 · 1014s-1 þarf til að gefa orkuna 30,1 J?

  1. 9,94 · 10-20
  2. 0,450
  3. 9,94 · 1020
  4. 3,03 · 1020
  5. 1,01 · 1019
Leiðbeining Loka leiðbeiningu

7.

Orka rauðrar ljóseindar í júlum sem hefur tíðnina 4,35·1014s-1 er:

  1. 6,90 · 10-7 J
  2. 4,35 · 1014 J
  3. 2,88 · 10-19 J
  4. 1,04 · 1027 J
  5. 1,45 · 10-10 J
Leiðbeining Loka leiðbeiningu

8.

Hver af eftirfarandi ljóseindum, sem losna við fall rafeinda í vetnisatómi, hefur mestu orku samkvæmt kenningu Bohrs?

  1. n = 3 fellur á n = 2
  2. n = 5 fellur á n = 4
  3. n = 4 fellur á n = 3
  4. n = 2 fellur á n = 3
  5. n = 4 fellur á n = 2
Leiðbeining Loka leiðbeiningu

9.

Hver eftirfarandi einda, sem fer með hraðanum 1,00·104 m/s, hefur lengstu de Broglie bylgjulengd?

  1. Helínkjarni
  2. Róteind
  3. Rafeind
  4. Nifteind
  5. Súrefnisatóm
Leiðbeining Loka leiðbeiningu

10.

Samkvæmt óvissulögmáli Heisenbergs er ekki mögulegt að ákvarða með mikilli nákvæmni bæði skriðþunga og _________ rafeindar.

  1. Massa
  2. Lit
  3. Staðsetningu
  4. Lögun
  5. Hleðslu
Leiðbeining Loka leiðbeiningu

11.

Hver af eftirfarandi reglum eða kenningum kveður á um að engar tvær rafeindir í atómi geti haft nákvæmlega sömu skammtatölurnar.

  1. Regla Hunds
  2. Óvissuregla Heisenbergs
  3. Einseturegla Paulis
  4. Kenningin um de Broglie bylgjulengd
  5. Kenning Bohrs um atómið.
Leiðbeining Loka leiðbeiningu

12.

Hvaða svigrúm eru að taka við rafeindum þegar frumefnin sem sýnd eru í lotukerfinu koma fram?

  1. 5p
  2. 5d
  3. 5s
  4. 4p
  5. 3f
Leiðbeining Loka leiðbeiningu

Árangur
Rétt svör:

Björn Búi Jónsson, bjornbui@mr.is

Valid HTML 4.01! Valid CSS!