Menntaskólinn í Reykjavík Menntaskólinn í
Reykjavík
     Efnafræði í 3. og 4. bekk

Heimaverkefni IV, við 5. kafla

Nafn:________________________________

Eftirfarandi 8 krossaverkefni eiga við námsefni 5. kafla.

Bruni strontíns

1.

Samkvæmt varmaefnajöfnunni:
H2(g) + Cl2(g) --> 2HCl(g) ΔH° = -184.6 kJ,
er hvarfvermi, ΔH°, fyrir efnahvarfið:
HCl(g) --> 1/2H2(g) + 1/2Cl2(g)

  1. -369,2 kJ
  2. +92,3 kJ
  3. -92,30 kJ
  4. +369,20 kJ
  5. +184,6 kJ
Leiðbeining Loka leiðbeiningu

2.

Í varmamæli með varmarýmdina 7,854 kJ/°C voru brennd 2,20 g af kínóni, C6H4O2, en við það hækkaði hiti mælisins úr 23,44°C í 30,57°C. Hver er brennsluvarmi annarsvegar á gramm kínóns og hinsvegar á mól kínóns? (Sameindamassi kínóns er 108,1g/mól.)

  1. -3,57 kJ/g, -385 kJ/mól
  2. -25,5 kJ/g, -2750 kJ/mól
  3. -25,5 kJ/g, -235 kJ/mól
  4. -123 kJ/g, -13300 kJ/mól
  5. -3,24 kJ/g, -350 kJ/mól
Leiðbeining Loka leiðbeiningu

3.

Efnahvarfið, fyrir myndun bensens úr etýni, er: 3C2H2(g) ---> C6H6(l) ΔH = -630 kJ. Hvert er hvarfvermi fyrir sundrun bensens í etýn, með öðrum orðum fyrir hvarfið til baka?

  1. -630 kJ
  2. 0 kJ
  3. +210 kJ
  4. +630 kJ
  5. 210 kJ
Leiðbeining Loka leiðbeiningu

4.

Mikilvægt er að eldsneyti, sem notað er á geimför, sé sem orkuríkast miðað við massa. Hver af eftirfarandi eldsneytistegundum hentar best á geimför samkvæmt fyrrnefndum forsendum?

  1. Dímetylhydrasín, (CH3)2NNH2, ΔHbrennslu = -1694 kJ/mól
  2. Metanól, CH3OH, ΔHbrennslu = -726 kJ/mól
  3. Etanól, C2H5OH, ΔHbrennslu = -1371 kJ/mól
  4. Oktan, C8H18, ΔHbrennslu = -5500 kJ/mól
  5. Etýlenglýkól, C2H6O2, ΔHbrennslu = -1190 kJ/mól
Leiðbeining Loka leiðbeiningu

5.

Hvaða eftirfarandi breyting leiðir ætíð til neikvæðrar breytingar innri orku, ΔE?

  1. Kerfið tekur við varma og vinnur vinnu.
  2. Kerfið gefur varma og vinna er unnin á það.
  3. Kerfið gefur varma og vinnur vinnu.
  4. Kerfið tekur við varma og vinna er unnin á það.
  5. Ekkert af þessu á við.
Leiðbeining Loka leiðbeiningu

6.

Samkvæmt efnahvörfunum:
2C(grafít) + 2H2(g) + O2(g) --> 2H2CO(g), ΔH = -217 kJ
2C(grafít) + 2H2(g) + 2O2(g) --> 2H2CO2(l), ΔH = -849 kJ,
er hvarfvarmi efnahvarfsins: 2H2CO(g) + O2(g) --> 2H2CO2(l)

  1. 632 kJ
  2. 316 kJ
  3. -316 kJ
  4. -632 kJ
  5. -1066 kJ
Leiðbeining Loka leiðbeiningu

7.

Gefin eru efnahvörfin:
X --> Y, ΔH = -80 kJ
X --> Z, ΔH = -125 kJ
Samkvæmt lögmáli Hess er hvarfvermi efnahvarfsins: Y --> Z.

  1. +45 kJ
  2. -45 kJ
  3. +205 kJ
  4. -125 kJ
  5. -205 kJ
Leiðbeining Loka leiðbeiningu

8.

Ef efnahvörfin hafa hvarfvermið sem skráð er með jöfnunum:
N2(g) + 2O2(g) --> 2NO2(g), ΔH = +67,6 kJ
2NO(g) + O2(g) --> 2NO2(g), ΔH = -113,2 kJ
þá er hvarfvermi hvarfsins: N2(g) + O2(g) --> 2NO(g)

  1. -45,6 kJ
  2. -180,8 kJ
  3. 45,6 kJ
  4. 124,2 kJ
  5. 180,8 kJ
Leiðbeining Loka leiðbeiningu

Árangur
Rétt svör:

Vinsamlegast sendið athugasemdir til Björns Búa Jónssonar, bjornbui@mr.is

Valid HTML 4.01! Valid CSS!