Eftirfarandi 8 krossaverkefni eiga við námsefni 5. kafla.
Samkvæmt varmaefnajöfnunni: H2(g) + Cl2(g) --> 2HCl(g) ΔH° = -184.6 kJ, er hvarfvermi, ΔH°, fyrir efnahvarfið: HCl(g) --> 1/2H2(g) + 1/2Cl2(g)
Í varmamæli með varmarýmdina 7,854 kJ/°C voru brennd 2,20 g af kínóni, C6H4O2, en við það hækkaði hiti mælisins úr 23,44°C í 30,57°C. Hver er brennsluvarmi annarsvegar á gramm kínóns og hinsvegar á mól kínóns? (Sameindamassi kínóns er 108,1g/mól.)
Efnahvarfið, fyrir myndun bensens úr etýni, er: 3C2H2(g) ---> C6H6(l) ΔH = -630 kJ. Hvert er hvarfvermi fyrir sundrun bensens í etýn, með öðrum orðum fyrir hvarfið til baka?
Mikilvægt er að eldsneyti, sem notað er á geimför, sé sem orkuríkast miðað við massa. Hver af eftirfarandi eldsneytistegundum hentar best á geimför samkvæmt fyrrnefndum forsendum?
Hvaða eftirfarandi breyting leiðir ætíð til neikvæðrar breytingar innri orku, ΔE?
Samkvæmt efnahvörfunum: 2C(grafít) + 2H2(g) + O2(g) --> 2H2CO(g), ΔH = -217 kJ 2C(grafít) + 2H2(g) + 2O2(g) --> 2H2CO2(l), ΔH = -849 kJ, er hvarfvarmi efnahvarfsins: 2H2CO(g) + O2(g) --> 2H2CO2(l)
Gefin eru efnahvörfin: X --> Y, ΔH = -80 kJ X --> Z, ΔH = -125 kJ Samkvæmt lögmáli Hess er hvarfvermi efnahvarfsins: Y --> Z.
Ef efnahvörfin hafa hvarfvermið sem skráð er með jöfnunum: N2(g) + 2O2(g) --> 2NO2(g), ΔH = +67,6 kJ 2NO(g) + O2(g) --> 2NO2(g), ΔH = -113,2 kJ þá er hvarfvermi hvarfsins: N2(g) + O2(g) --> 2NO(g)
Árangur Rétt svör:
Vinsamlegast sendið athugasemdir til Björns Búa Jónssonar, bjornbui@mr.is