Eftirfarandi 12 krossaverkefni eiga við námsefni 4. kafla. Hér er spurt um efnahvörf í lausn, styrk lausna og oxunar- afoxunarhvörf.
Hvert eftirfarandi efnahvarfa er ólíklegt að gerist?
Hver er mólstyrkur HCl í lausn sem er búin til með því að blanda saman 30,0 mL af 8,00 M HCl, 100 mL af 2,00 M HCl og svo er bætt við vatni þannig að lausnin verði 200,0 mL?
Í hverju af eftirfarandi tilviki er verið að blanda 0,200 M K2SO4 lausn?
Ef 200 mL af 2,50 M NaOH lausn er þynnt í 500 mL með vatni hver er þá mólstyrkur NaOH lausnarinnar?
Í ákveðnu rúmmáli af 0,50 M lausn eru 4,5 g af ákveðnu salti. Hversu mörg grömm af sama salti eru í jafnstóru rúmmáli 2,50 M lausnar?
Í hvaða tilviki myndast ekki felling við blöndun eftirfarandi efna í vatnslausn?
Notaðu virkniröðina og ákvarðaðu hvert eða hver af eftirfarandi hvörfum ganga sjálfkrafa. (i)Al(s) + NiCl2(aq) ---> (ii)Ag(s) + Pb(NO3)2(aq) ---> (iii)Cr(s) + NiSO4(aq) --->
Notaðu virkniröðina og ákvarðaðu hvert eftirfarandi hvarfa gengur ekki sjálfkrafa.
Hver eftirfarandi fullyrðinga á ekki við um oxun?
Dæmi um oxun er
Lausn er gerð með því að blanda saman 25,0 mL af 0,250 M brennisteinssýru og 15,0 mL af 0,500 M saltsýru sem síðan er þynnt í 250 mL með vatni. Hver er styrkur H+(aq) um það bil í lausninni?
Hversu marga millilítra af 0,125 M H2SO4 þarf til að fella allar barínjónir í 10,00 mL af 0,150 M barínnítratlausn?
Árangur: Rétt svör:
Vinsamlegast sendið athugasemdir til Björns Búa, bjornbui@mr.is, Menntaskólanum í Reykjavík.