Menntaskólinn í Reykjavík Menntaskólinn í
Reykjavík
     Efnafræði í 3. og 4. bekk

Heimaverkefni 3 við 3. kafla

Nafn:________________________________

Eftirfarandi 12 krossaverkefni eru úr námsefni 3. kafla. Opna má leiðbeiningu við hverja spurningu.
Svaraðu fyrst öllum spurningum, sem þú getur, án þess að nota leiðbeiningar og kannaðu hvaða árangri þú nærð. Ef þú hefur ekki náð að svara öllu rétt þurrkaðu þá út svörin og endurtaktu verkefnið en opnaðu leiðbeiningar í þeim tilvikum sem þú ert ekki viss um rétt svar.
Ef enn vantar upp á að þú hafir svarað öllum spurningum rétt berðu þá þín svör saman við réttu svörin og reyndu að átta þig á hvers vegna þú svarar rangt.

1.

Flest atóm eru í einu grammi af:

  1. Fransíni
  2. Gallíni
  3. Germani
  4. Evrópíni
  5. Ameríkíni?
Leiðbeining Loka leiðbeiningu

2.

Hverjar eru heimtur af CaO í efnahvarfinu CaCO3 ---> CaO + CO2 ef 5,33 g af CaO fást úr 10,0 g af CaCO3?

  1. 64,7%
  2. 5,33%
  3. 53,3%
  4. 5,60%
  5. 95,2%
Leiðbeining Loka leiðbeiningu

3.

Hver er reynsluformúla efnis ef í 10,00 g sýni af því eru 7,99 g af kolefni og 2,01 g af vetni?

  1. C2H6
  2. C3H
  3. CH3
  4. C2H5
  5. C8H2
Leiðbeining Loka leiðbeiningu

4.

Reiknaðu hversu mörg prósent kolefni er af massa efnasambandsins C5H14N2.

  1. 58,8%
  2. 67,4%
  3. 68,2%
  4. 51,7%
  5. 48,3%
Leiðbeining Loka leiðbeiningu

5.

Hver er reynsluformúla efnasambands sem er 40,0% C, 6,7% H og 53,3% O af massa?

  1. CH2O
  2. C3H6O3
  3. C6HO8
  4. C2H4O2
  5. CHO
Leiðbeining Loka leiðbeiningu

6.

Hver er reynsluformúla efnasambands sem er 52,9% ál og 47,1% súrefni af massa?

  1. Al3O2
  2. Al4O6
  3. Al0,53O0,47
  4. AlO
  5. Al2O3
Leiðbeining Loka leiðbeiningu

7.

Hversu mörg mól af vatni geta myndast úr blöndu 4,6 móla af vetni og 3,1 móli af súrefni og hversu mörg mól verða afgangs af öðru hvoru hvarfefninu?

  1. 3,1 mól af vatni geta myndast og 1,5 mól O2 verða afgangs.
  2. 7,7 mól af vatni geta myndast og enginn afgangur verður.
  3. 4,6 mól af vatni geta myndast og 0,8 mól O2 verða afgangs.
  4. 2,3 mól af vatni geta myndast og 0,8 mól O2 verða afgangs.
  5. 4,6 mól af vatni geta myndast og enginn afgangur verður.
Leiðbeining Loka leiðbeiningu

8.

Öryggispúðar er blásnir upp með sundrun NaN3(s) samkvæmt hvarfinu: 2NaN3(s) ---> 2Na(s) + 3N2(g). Hversu mörg grömm af NaN3(s) þarf til að mynda 5,0 g af niturgasi?

  1. 15,48 g
  2. 3,33 g
  3. 7,74 g
  4. 11,61 g
  5. 12,4 g
Leiðbeining Loka leiðbeiningu

9.

Hver er sameindarformúla efnis sem hefur mólmassann 54 g og reynsluformúluna C2H3?

  1. C4H6
  2. C8H12
  3. C2H3
  4. C6H9
  5. C10H15
Leiðbeining Loka leiðbeiningu

10.

Ál og bróm hvarfast kröftuglega og efnajafnan er:
2Al(s) + 3Br2(l) ---> 2AlBr3(s)
Hversu mörg grömm af álbrómíði geta myndast ef 5,0 g af áli og 25 g af brómi er blandað saman og hvarfast?

  1. 11 g
  2. 49 g
  3. 62 g
  4. 42 g
  5. 28 g
Leiðbeining Loka leiðbeiningu

11.

Etanól brennur samkvæmt efnajöfnunni:
C2H5OH + 3O2 ---> 2CO2 + 3H2O
Hversu mörg grömm myndast af CO2 þegar 3,00 g af etanóli brenna í nægu súrefni?

  1. 5,74 g
  2. 6,00 g
  3. 0,130 g
  4. 88,0 g
  5. 2,87 g
Leiðbeining Loka leiðbeiningu

12.

Hversu mörg mól myndast af vatni þegar 2,5 mól súrefnis hvarfast samkvæmt jöfnunni:
C3H8 + 5O2 ---> 3CO2 + 4H2O?

  1. 2,0 mól
  2. 2,5 mól
  3. 3,0 mól
  4. 4,0 mól
  5. 1,0 mól
Leiðbeining Loka leiðbeiningu

Árangur:
Rétt svör:

Björn Búi Jónsson, bjornbui@mr.is

Valid HTML 4.01! Valid CSS!