Menntaskólinn í
Reykjavík
     Efnafræði í 3. og 4. bekk

Heimaverkefni 1 við 3. kafla

Nafn:________________________________
Salt að leysast í vatni

Eftirfarandi 12 krossaverkefni eiga við námsefni 3. kafla. Opna má leiðbeiningu við hverja spurningu.
Svaraðu fyrst öllum spurningum, sem þú getur, án þess að nota leiðbeiningar og kannaðu hvaða árangri þú nærð. Ef þú hefur ekki náð að svara öllu rétt þurrkaðu þá út svörin og endurtaktu verkefnið en opnaðu leiðbeiningar í þeim tilvikum sem þú ert ekki viss um rétt svar.
Ef enn vantar upp á að þú hafir svarað öllum spurningum rétt berðu þá þín svör saman við réttu svörin og reyndu að átta þig á hvers vegna þú svarar rangt.

1.

Hver eftirfarandi eininga hefur samsvarandi eiginleika og mól?

  1. gráður á celsíus
  2. kílógramm
  3. kílómetri
  4. tylft
  5. peli af vökva
Leiðbeining Loka leiðbeiningu

2.

Til að stilla efnajöfnuna C2H6 + O2 ---> H2O + CO2 áttu að

  1. bæta H2 við myndefnin til að stilla H
  2. breyta fótskrift í 2 við O í vatnssameind til að stilla O
  3. breyta stuðlunum í efnajöfnunni
  4. bæta O2 við myndefni til að stilla súrefni
  5. breyta myndefninu H2O í HO til að stilla jöfnuna.
Leiðbeining Loka leiðbeiningu

3.

Efnajafnan B10H18 + O2 --->B2O3 + H2O er rétt stillt

  1. B10H18 + 7O2 --->5B2O3 + 9H2O
  2. B10H18 + 9O2 --->5B2O3 + 9H2O
  3. B10H18 + 19O2 --->10B2O3 + 9H2O
  4. 2B10H18 + 9O2 --->6B2O3 + 18H2O
  5. B10H18 + 12O2 --->5B2O3 + 9H2O
Leiðbeining Loka leiðbeiningu

4.

Stilltu eftirfarandi efnajöfnu og segðu til um hvort hún sýni brunahvarf, samrunahvarf eða sundrunarhvarf H2O2(l) --->H2O(l) + O2(g)

  1. H2O2(l) --->H2O(l) + (1/2)O2(g), samrunahvarf
  2. H2O2(l) --->H2O(l) + (1/2)O2(g), sundrunarhvarf
  3. 2H2O2(l) ---> 2H2O(l) + O2(g), sundrunarhvarf
  4. H2O2(l) --->H2O(l) + O2(g), brunahvarf
  5. H2O2(l) --->H2O(l) + O2(g), sundrunarhvarf
Leiðbeining Loka leiðbeiningu

5.

Hver af efnajöfnunum hér fyrir neðan er stillt efnajafna fyrir eftirfarandi? Þegar lofttegundin ammóníak er látin streyma yfir heitan natrínmálm myndast vetnisgas og fasta efnið natrínamíð, NaNH2. Athugaðu að ástand efnis sé sýnt rétt í efnajöfnunni.

  1. 2NH3(g) + 2Na(s) ---> 2NaNH2(s) + H2(g)
  2. 2NH3 + 2Na ---> 2NaNH2 + H2
  3. NH3 + Na ---> NaNH2 + H2
  4. 2NH3(g) + 2Na(s) ---> 2NaNH2(s) + H2(l)
  5. 2NH3(g) + 3Na(s) ---> 3NaNH2(s) + H2(g)
Leiðbeining Loka leiðbeiningu

6.

Hversu margar sameindir eru í 30,0 g af CH2O?

  1. 5,32 ·10-23
  2. 1,81·1025
  3. 1,0
  4. 6,02·1023
  5. 3,0 mól
Leiðbeining Loka leiðbeiningu

7.

Hver er massi natrínjóna í 10,0 g af natrínkarbónati mældur í milligrömmum?

  1. 4,34 ·103 mg
  2. 4,34 mg
  3. 2,77 mg
  4. 46,0 mg
  5. 0,23 mg
Leiðbeining Loka leiðbeiningu

8.

Hversu mörg kolefnisatóm eru í 200 sameindum af C3H8O?

  1. 1,20·1026
  2. 200
  3. 3,61·1026
  4. 600
  5. 6,02 ·1023
Leiðbeining Loka leiðbeiningu

9.

Í sýni af a-vítamíni, C20H30O eru 4.0 · 1022 atóm af kolefni. Hversu mörg atóm af vetni og hversu margar sameindir af a-vítamíni eru í sýninu?

  1. 4,0 · 1022 atóm af H, 4,0 · 1022 sameindir af a-vítamíni
  2. 6,0 · 1022 atóm af H, 2,0 · 1021 sameindir af a-vítamíni
  3. 6,0 · 1022 atóm af H, 8,0 · 1023 sameindir af a-vítamíni
  4. 6,0 · 1022 atóm af H, 4,0 · 1022 sameindir af a-vítamíni
  5. 4,0 · 1022 atóm af H, 2,0 · 1021 sameindir af a-vítamíni
Leiðbeining Loka leiðbeiningu

10.

Af frumefninu sink eru fimm samsætur í náttúrunni með massana 63,929 u, 65,926 u, 66,927 u, 67,925 u, 69,925 u og hlutfall þeirra er 48,89%, 27,81%, 4,110%, 18,57%, og 0,62%. Samkvæmt þessum upplýsingum er atómmassi sinks,

  1. 63,93 u
  2. 66,93 u
  3. 65,389 u
  4. 66,927 u
  5. 65,39 u
Leiðbeining Loka leiðbeiningu

11.

Hver er massi 0,257 móla af súkrósa, C12H22O11, í grömmum?

  1. 12,5 g
  2. 342 g
  3. 88,0 g
  4. 7,51 · 10-4 g
  5. 8,80 g
Leiðbeining Loka leiðbeiningu

12.

Formúlumassi Ca(C2H3O2)2 er

  1. 99 u
  2. 69 u
  3. 158 u
  4. 94 u
  5. 152 u
Leiðbeining Loka leiðbeiningu

Sig =
Rétt svör:

Björn Búi Jónsson, bjornbui@mr.is

Valid HTML 4.01! Valid CSS!