Menntaskólinn í Reykjavík Menntaskólinn í
Reykjavík
     Efnafræði í 3. og 4. bekk

Heimaverkefni 3 við 2. kafla

Nafn:________________________________

Eftirfarandi 12 krossaverkefni eiga við námsefni 2. kafla. Opna má leiðbeiningu við hverja spurningu.
Svaraðu fyrst öllum spurningum, sem þú getur, án þess að nota leiðbeiningar og kannaðu hvaða árangri þú nærð. Ef þú hefur ekki náð að svara öllu rétt þurrkaðu þá út svörin og endurtaktu verkefnið en opnaðu leiðbeiningar í þeim tilvikum sem þú ert ekki viss um rétt svar.
Ef enn vantar upp á að þú hafir svarað öllum spurningum rétt berðu þá þín svör saman við réttu svörin og reyndu að átta þig á hvers vegna þú svarar rangt.

1.

Hvert af eftirfarandi efnasamböndum er sameindaefni en ekki jónaefni?

  1. TiO2
  2. KCl
  3. ZnS
  4. SiC
  5. CaO
Leiðbeining Loka leiðbeiningu

2.

Hvert frumefnanna F, S, H, O eða N finnst ekki sem tvíatóma sameind?

  1. F
  2. S
  3. H
  4. O
  5. N
Leiðbeining Loka leiðbeiningu

3.

Í efniseindinni 56Fe2+ eru

  1. 26 róteindir, 26 nifteindir og 26 rafeindir
  2. 26 róteindir, 30 nifteindir og 24 rafeindir
  3. 58 róteindir, 58 nifteindir og 56 rafeindir
  4. 28 róteindir, 28 nifteindir og 26 rafeindir
  5. 54 róteindir, 56 nifteindir og 52 rafeindir
Leiðbeining Loka leiðbeiningu

4.

Hver efniseindanna P2-, P, P2+, P3+ og P3- inniheldur flestar rafeindir?

  1. P2-
  2. P
  3. P2+
  4. P3+
  5. P3-
Leiðbeining Loka leiðbeiningu

5.

Hvert eða hver efnanna CO2, KCl, KNO3 og N2O eru jónaefni og hvert eða hver eru sameindaefni

  1. KCl er eina jónaefnið
  2. CO2 er eina sameindaefnið
  3. KCl, KNO3, og N2O eru einu jónaefnin
  4. KNO3 er eina jónaefnið
  5. CO2 og N2O eru einu sameindaefnin
Leiðbeining Loka leiðbeiningu

6.

Hversu mörg nituratóm eru í CH2(NH2)2?

  1. 4
  2. 3
  3. 2
  4. 6
  5. 1
Leiðbeining Loka leiðbeiningu

7.

Hversu mörg kolefnisatóm eru í CH3-O-CH2-C2H5?

  1. 10
  2. 1
  3. 4
  4. 3
  5. 2
Leiðbeining Loka leiðbeiningu

8.

Hvað heitir CuS?

  1. koparsúlfíð
  2. kopar(I)brennisteinn
  3. kopar(I)brennisteinn
  4. kopar(II)súlfíð
  5. kopar(I)súlfíð
Leiðbeining Loka leiðbeiningu

9.

Hvaða efnasamband er líklegast að kalsín, Ca, og arsen, As, myndi?

  1. CaAs
  2. Ca2As
  3. CaAs2
  4. Ca2As3
  5. Ca3As2
Leiðbeining Loka leiðbeiningu

10.

Hvert eftirfarandi nafn er rangt?

  1. CCl4, koltetraklóríð
  2. SCl2, brennisteinsdíklóríð
  3. N2O4, díniturtetraoxíð
  4. Al2O3, díáltríoxíð
  5. CS2, koldísúlfíð
Leiðbeining Loka leiðbeiningu

11.

Hvert eftirfarandi nafn er rétt?

  1. FeO, járn(III)oxíð
  2. HBrO2, brómsýra
  3. AlN, álnítríð
  4. Ca(HS)2, kalsínsúlfíð
  5. NH4+, ammóníak
Leiðbeining Loka leiðbeiningu

12.

Hver eftirfarandi formúla jónaefnis er röng?

  1. (NH4)2S
  2. Ca(ClO3)2
  3. Fe(OH)2
  4. K(NO3)2
  5. CaCO3
Leiðbeining Loka leiðbeiningu

Árangur:
Rétt svör:

Björn Búi Jónsson, bjornbui@mr.is

Valid HTML 4.01! Valid CSS!