Menntaskólinn í Reykjavík Menntaskólinn í
Reykjavík
     Efnafræði í 3. og 4. bekk

Heimaverkefni 2 við 2. kafla

Nafn:________________________________
Hugmynd að kjarna atóms

Eftirfarandi 12 krossaverkefni eiga við námsefni 2. kafla. Opna má leiðbeiningu við hverja spurningu.
Svaraðu fyrst öllum spurningum, sem þú getur, án þess að nota leiðbeiningar og kannaðu hvaða árangri þú nærð. Ef þú hefur ekki náð að svara öllu rétt þurrkaðu þá út svörin og endurtaktu verkefnið en opnaðu leiðbeiningar í þeim tilvikum sem þú ert ekki viss um rétt svar.
Ef enn vantar upp á að þú hafir svarað öllum spurningum rétt berðu þá þín svör saman við réttu svörin og reyndu að átta þig á hvers vegna þú svarar rangt.

1.

Í samsætunni 9843Tc eru

  1. 43 róteindir og 98 nifteindir
  2. 43 róteindir og 55 nifteindir
  3. 98 róteindir og 43 nifteindir
  4. 55 róteindir og 43 nifteindir
  5. 43 róteindir og 43 nifteindir
Leiðbeining Loka leiðbeiningu

2.

Hvert af eftirfarandi getur gilt um óhlaðin atóm?

  1. Í atómum mismunandi frumefna geta verið jafnmargar nifteindir.
  2. Í óhlöðnu atómi eru ætíð jafnmargar róteindir og nifteindir.
  3. Í atómum mismunandi frumefna geta verið jafnmargar róteindir.
  4. Í óhlöðnu atómi eru ætíð jafnmargar rafeindir og nifteindir.
  5. Í óhlöðnum atómum mismunandi frumefna geta verið jafnmargar rafeindir.
Leiðbeining Loka leiðbeiningu

3.

Straumur hraðfara rafeinda er nefndur

  1. Gammageislar
  2. Alfageislar
  3. Betageislar
  4. Röntgengeislar
  5. ekkert af þessu
Leiðbeining Loka leiðbeiningu

4.

Hvert af eftirfarandi pörum eru samsætur?

  1. H og He
  2. He og He+
  3. 13C og 14N
  4. 16O og 17O
  5. 16O og 16N
Leiðbeining Loka leiðbeiningu

5.

Litín, sem finnst í náttúrunni, er gert úr tveimur samsætum 6Li og 7Li og í þeim eru

  1. 4 og 3 nifteindir
  2. 4 og 4 nifteindir
  3. 6 og 7 nifteindir
  4. 3 og 3 nifteindir
  5. 3 og 4 nifteindir
Leiðbeining Loka leiðbeiningu

6.

Efnatákn atóms, sem í eru 34 róteindir, 43 nifteindir og 34 rafeindir, er

  1. 43Tc
  2. 77Se
  3. 43Se
  4. 77Tc
  5. 77Ir
Leiðbeining Loka leiðbeiningu

7.

Í kjarna atómsins járn-56 eru

  1. 26 róteindir og 26 nifteindir
  2. 56 róteindir og 56 nifteindir
  3. 56 nifteindir
  4. 26 róteindir og 30 nifteindir
  5. 56 róteindir
Leiðbeining Loka leiðbeiningu

8.

Frumefnin neðst til vinstri í lotukerfinu eru

  1. undantekningarlaust málmleysingar
  2. undantekningarlaust málmar
  3. eru ýmist málmar eða málmleysingar
  4. undantekningarlaust hálfmálmar
  5. eru ýmist hálfmálmar eða málmleysingar?
Leiðbeining Loka leiðbeiningu

9.

Hvert eftirfarandi frumefna líkist mest strontíni?

  1. At
  2. Ba
  3. Rb
  4. Li
  5. Ga
Leiðbeining Loka leiðbeiningu

10.

Hvert af eftirfarandi er rangt?

  1. Ga er hliðarmálmur
  2. Ne er eðalgas
  3. Cl er halógen
  4. Zn er hliðarmálmur
  5. Cu er hliðarmálmur
Leiðbeining Loka leiðbeiningu

11.

Hvert efnanna O, S, Se, Te og Po er melmlingur, (hálfmálmur)?

  1. O
  2. S
  3. Se
  4. Te
  5. Po
Leiðbeining Loka leiðbeiningu

12.

Hvert efnanna Zn, F, S, I og Se er málmur?

  1. Zn
  2. F
  3. S
  4. I
  5. Se
Leiðbeining Loka leiðbeiningu

Árangur:
Rétt svör:

Björn Búi Jónsson, bjornbui@mr.is

Valid HTML 4.01! Valid CSS!