Menntaskólinn í Reykjavík Menntaskólinn í
Reykjavík
     Efnafræði í 3. og 4. bekk

Heimaverkefni 1 við 2. kafla

Nafn:________________________________
Tilraun Millikans

Eftirfarandi 12 krossaverkefni eiga við námsefni 2. kafla. Opna má leiðbeiningu við hverja spurningu.
Svaraðu fyrst öllum spurningum, sem þú getur, án þess að nota leiðbeiningar og kannaðu hvaða árangri þú nærð. Ef þú hefur ekki náð að svara öllu rétt þurrkaðu þá út svörin og endurtaktu verkefnið en opnaðu leiðbeiningar í þeim tilvikum sem þú ert ekki viss um rétt svar.
Ef enn vantar upp á að þú hafir svarað öllum spurningum rétt berðu þá þín svör saman við réttu svörin og reyndu að átta þig á hvers vegna þú svarar rangt.

1.

Myndin sýnir sameind aspiríns þar sem kolefni er sýnt svart, súrefni rautt og vetni grátt.

Aspirín

Sameindaformúla aspiríns er

  1. C9H8O4
  2. C6H7O4
  3. C8H5O2
  4. C7H5O3
  5. C8H8O4
Leiðbeining Loka leiðbeiningu

2.

Hleðsla á olíudropum var mæld með tilraun Millikans en notuð var rafhleðslueiningin "bot" í stað coulombe. Mæling á þremur dropum gaf eftirfarandi niðurstöður 2,62 · 10-13 bots, 3,93 · 10-13 bots, 6,55 · 10-13 bots. Samkvæmt þessum mælingum er grunnhleðsla eða hleðsla róteindarinnar

  1. 6,55 · 10-14 bots
  2. 2,62 · 10-13 bots
  3. 3,93 · 10-13 bots
  4. 1,31 · 10-13 bots
  5. 1,60 · 10-19 bots
Leiðbeining Loka leiðbeiningu

3.

60 g kolefnis hvarfast við 10 g vetnis og mynda 70 g af ákveðnu efnasambandi, samkvæmt þessum upplýsingum er massahlutfall frumefnanna í efnasambandinu

  1. sex á móti einum?
  2. fimm á móti einum?
  3. einn á móti einum?
  4. fimm á móti tíu?
  5. sex á móti 0,17?
Leiðbeining Loka leiðbeiningu

4.

Massi dæmigerðs atóms í grömmum er næst því að vera

  1. 10-10g
  2. 10-32g
  3. 1 g
  4. 1023g
  5. 10-22g
Leiðbeining Loka leiðbeiningu

5.

Í náttúrunni finnast tvær samsætur af neoni: 20Ne og 22Ne. Hversu margar nifteindir eru í hvorri samsætu?

  1. 20, 22
  2. 11, 13
  3. 10, 12
  4. 21, 23
  5. 10, 10
Leiðbeining Loka leiðbeiningu

6.

Hver er fjöldi nifteinda í kjarna 108Ag atóms?

  1. 61
  2. 47
  3. 54
  4. 108
  5. Ekkert af þessu er rétt.
Leiðbeining Loka leiðbeiningu

7.

Hver er massatala kvikasilfursamsætunnar sem hefur 122 nifteindir?

  1. 202
  2. 80
  3. 120
  4. 200
  5. 122
Leiðbeining Loka leiðbeiningu

8.

Hvert eftirfarandi frumefna er málmur?

  1. Sr
  2. S
  3. P
  4. Si
  5. Se
Leiðbeining Loka leiðbeiningu

9.

Eitt eftirtalinna frumefna er ekki hálfmálmur.

  1. Ge
  2. B
  3. Si
  4. Al
  5. As
Leiðbeining Loka leiðbeiningu

10.

Frumefnisjón, sem í eru 34 róteindir, 36 rafeindir og 44 nifteindir, er

  1. 7834Se-
  2. 4436Kr
  3. 7834Se
  4. 8036Kr
  5. 7834Se2-
Leiðbeining Loka leiðbeiningu

11.

Hvert af eftirfarandi er rangt?

  1. I er halógen
  2. Mg er alkalímálmur
  3. Te er í súrefnisflokknum
  4. Rn er eðalgas
  5. Ca er jarðalkalímálmur
Leiðbeining Loka leiðbeiningu

12.

Í frumefnisjón eru 22 róteindir, 20 rafeindir og 26 nifteindir. Efniseindin er

  1. 4826Fe
  2. 4822Ti
  3. 4822Ti2-
  4. 4822Ti2+
  5. 4726Fe
Leiðbeining Loka leiðbeiningu

Árangur:
Rétt svör:

Björn Búi Jónsson, bjornbui@mr.is

Valid HTML 4.01! Valid CSS!