Menntaskólinn í Reykjavík Menntaskólinn í
Reykjavík
     Efnafræði í 3. og 4. bekk

Heimaverkefni 2, við 1. kafla

Nafn:________________________________

Eftirfarandi 13 krossaverkefni eiga við námsefni 1. kafla.

1.

Við rafgreiningu efnis myndast súrefni og brennisteinn. Efnið getur ekki verið

  1. efnasamband,
  2. efnablanda,
  3. hreint frumefni,
  4. hreint efni,
  5. lausn.
Leiðbeining Loka leiðbeiningu

2.

Hvað af eftirfarandi er efnahvarf sem gerist þegar loga eldspýtu er haldið undir kaldri málmplötu?

  1. málmurinn hitnar,
  2. vatn þéttist á málminum,
  3. reykur skyggir á loga eldspýtunnar,
  4. aska brotnar af eldspýtunni.
  5. bruni eldspýtu,
Leiðbeining Loka leiðbeiningu

3.

Hvaða er rangt við eftirfarandi?

  1. C er efnatákn kolefnis
  2. Cd er efnatákn kadmíns
  3. Zn er efnatákn sirkons
  4. S er efnatákn brennisteins
  5. Pb er efnatákn blýs.
Leiðbeining Loka leiðbeiningu

4.

Hvert af eftirfarandi er magnbundinn eiginleiki

  1. suðumark,
  2. eðlismassi,
  3. harka,
  4. yfirborðsflatarmál,
  5. hitastig?
Leiðbeining Loka leiðbeiningu

5.

Hlýjan sumardag mælist hitinn 23°C sem jafngildir

  1. 250 K
  2. -23 K
  3. 296 K
  4. 173 K
  5. 306 K
Leiðbeining Loka leiðbeiningu

6.

Eðlismassi bróms er 3,12g/mL. Massi 0,250 L af brómi er

  1. 0,780 g
  2. 780 g
  3. 0,0801 g
  4. 80,1 g
  5. 1560 g
Leiðbeining Loka leiðbeiningu

7.

Á vog er vegið 2,00 g staðallóð, sú mæling sem hefur minnstu óvissu er

  1. 2,00g, 2,01g og 1,98g
  2. 2,10g 2,00g og 1,95g
  3. 2,10g, 2,20g og 2,15g
  4. 1,50g, 2,00g og 2,50g
  5. 2,15g, 1,95g og 2,05g
Leiðbeining Loka leiðbeiningu

8.

Fjöldi marktækra tölustafa er gefinn fyrir aftan eftirfarandi tölur. Í hvaða tilviki er rangur fjöldi gefinn upp?

  1. 4,0·102 (einn)
  2. 3104 (fjórir)
  3. 1,79 (þrír)
  4. 0,012 (tveir)
  5. 0,01 (einn)
Leiðbeining Loka leiðbeiningu

9.

Rúmmál málmstangar, sem mælist 2,0m x 20,0dm x 20,0cm, er

  1. 8,0·102 m3
  2. 0,80 cm3
  3. 8,0·102 dm3
  4. 8,0·105 m3
  5. 8,0·105 dm3
Leiðbeining Loka leiðbeiningu

10.

Hver eftirfarandi talna er rangt rúnnuð af í þrjá marktæka stafi?

  1. 100,00 rúnnað í 1,00·102
  2. 0,005000 rúnnuð í 5,00·10-3
  3. 1,5615·105 rúnnuð í 1,56·105
  4. 1213 rúnnuð í 1,213·103
  5. 517,62 rúnnuð í 5,18·102
Leiðbeining Loka leiðbeiningu

11.

5,00 tommur eru

  1. 127 mm
  2. 12,7 mm
  3. 1,97 mm
  4. 1,27 mm
  5. 254 mm
Leiðbeining Loka leiðbeiningu

12.

Það er rangt að

  1. 10mg < 1dg
  2. 100m > 1cm
  3. 1 ks = 1000s
  4. 1000 mA < 10 nA
  5. 1000 mg > 0,1 g
Leiðbeining Loka leiðbeiningu

13.

Einsleit blanda er

  1. blanda járnsvarfs og sands,
  2. þoka,
  3. díselolía,
  4. drullupollur,
  5. súkkulaði með hnetum og rúsínum?
Leiðbeining Loka leiðbeiningu

Árangur
Rétt svör:

Björn Búi Jónsson, bjornbui@mr.is

Valid HTML 4.01! Valid CSS!