Menntaskólinn í Reykjavík Menntaskólinn í
Reykjavík
     Efnafræði í 3. og 4. bekk

Heimaverkefni I, við 1. kafla

Nafn:________________________________
Algeng efni á heimilum

Eftirfarandi 11 krossaverkefni eiga við námsefni 1. kafla. Opna má leiðbeiningu við hverja spurningu.
Svaraðu fyrst öllum spurningum, sem þú getur, án þess að nota leiðbeiningar og kannaðu hvaða árangri þú nærð. Ef þú hefur ekki náð að svara öllu rétt þurrkaðu þá út svörin og endurtaktu verkefnið en opnaðu leiðbeiningar í þeim tilvikum sem þú ert ekki viss um rétt svar.
Ef enn vantar upp á að þú hafir svarað öllum spurningum rétt berðu þá þín svör saman við réttu svörin og reyndu að átta þig á hvers vegna þú svarar rangt.

1.

Hvert efnanna, sem talin eru upp hér á eftir, er hreint efni?

  1. Andrúmsloft
  2. Nitur
  3. Steinsteypa
  4. Tómatsósa
  5. Sjór
Leiðbeining Loka leiðbeiningu

2.

Hver eftirfarandi stærða sýnir minnsta massann?

  1. 25 kg
  2. 2,5·10-2 Mg
  3. 2,5·1015 pg
  4. 2,5·109 fg
  5. 2,5·1010 ng
Leiðbeining Loka leiðbeiningu

3.

Hvert af eftirfarandi er ekki ástandsform efnis?

  1. Lofttegund
  2. Fast efni
  3. Algjört lofttæmi
  4. Vökvi
  5. Rafgas (plasma)
Leiðbeining Loka leiðbeiningu

4.

Hvert af eftirfarandi er eðlisbreyting?

  1. Járn ryðgar
  2. Vatnsgufa þéttist
  3. Kartöflur steikjast
  4. Fjöletylen myndast úr etylen
  5. Nítróglusserín springur
Leiðbeining Loka leiðbeiningu

5.

Hvert af eftirfarandi er ekki eðliseiginleiki?

  1. Suðumark
  2. Litur
  3. Hvarf við súrefni
  4. Eðlismassi
  5. Leysing sykurs í vatni
Leiðbeining Loka leiðbeiningu

6.

Í 0,0134 g eru

  1. 1,34·10-4 μg
  2. 1,34·10-6 μg
  3. 1,34 μg
  4. 1,34·106 μg
  5. 1,34·104 μg
Leiðbeining Loka leiðbeiningu

7.

Fjöldi marktækra tölustafa er gefinn fyrir aftan eftirfarandi tölur. Í hvaða tilviki er rangur fjöldi gefinn upp?

  1. 2038 (fjórir)
  2. 40,04 (tveir)
  3. 0,0130 (þrír)
  4. 0,00142 (þrír)
  5. 4·102 (einn)
Leiðbeining Loka leiðbeiningu

8.

20,0 g af kvikasilfri með eðlismassann 13,6 g/cm3 hafa sama rúmmál og

  1. 15,1 g
  2. 1,32 g
  3. 1,47 g
  4. 22,2 g
  5. 30,2 g

af alkóhóli sem hefur eðlismassann 0,900 g/cm3.

Leiðbeining Loka leiðbeiningu

9.

Reiknaðu eftirfarandi dæmi og veldu það svar sem hefur réttan fjölda marktækra tölustafa. 13,235L + 6,2 L - 5,28 L =

  1. 14,156 L
  2. 14,16 L
  3. 14,2 L
  4. 19,436 L
  5. 1,756 L
Leiðbeining Loka leiðbeiningu

10.

Bræðslumark á hreinu vatni var mælt með kvikasilfursmæli sem hefur strik við hverja gráðu og mældust eftirfarandi þrjú gildi -2,0°C, -2,2°C, -2,1°C.
Um mælinguna gildir að

  1. hún hefur litla óvissu en hefur töluverða skekkju,
  2. hún hefur töluverða óvissu en litla skekkju,
  3. hún hefur bæði mikil óvissa og skekkja,
  4. hún hefur bæði litla óvissu og litla skekkju,
  5. tölu aftan við kommu ætti ekki að gefa upp.
Leiðbeining Loka leiðbeiningu

11.

Hvert af eftirfarandi er efnahvarf?

  1. Bræðsla blýs
  2. Leysing sykurs í vatni
  3. Myndun silfursúlfíðs á silfurmálmi
  4. Grjót mulið
  5. Myndun móðu á bílrúðu
Leiðbeining Loka leiðbeiningu

Árangur
Rétt svör:

Björn Búi Jónsson, bjornbui@mr.is

Valid HTML 4.01! Valid CSS!