Menntaskólinn í Reykjavík Menntaskólinn í
Reykjavík
     Efnafræði í 4. bekk

Heimaverkefni 2 við 11. kafla

Nafn:________________________________

Eftirfarandi 12 krossaverkefni eiga við námsefni 11. kafla. Opna má ábendingu við hverja spurningu.
Svaraðu fyrst öllum spurningum, sem þú getur, án þess að nota ábendingar og kannaðu hvaða árangri þú nærð. Ef þú hefur ekki náð að svara öllu rétt þurrkaðu þá út svörin og endurtaktu verkefnið en opnaðu ábendingar í þeim tilvikum sem þú ert ekki viss um rétt svar.
Ef enn vantar upp á að þú hafir svarað öllum spurningum rétt berðu þá þín svör saman við réttu svörin og reyndu að átta þig á hvers vegna þú svarar rangt.

1.

Í hverju eftirfarandi tilvika er jón-tvískautskraftur á milli efniseinda í blöndu af efnunum?

  1. KBr, H2O
  2. RbBr, LiNO3
  3. C6H11O6, CH3OH
  4. C10H8, C6H6
  5. KBr, C6H6
Ábending, loka

2.

Í hverju eftirfarandi efna er vetnistengi millisameindakraftur?

a
b
c
d
e Ekkert þessara efna myndar vetnistengi.
Ábending, loka

3.

Hver eftirfarandi sameinda getur myndað vetnistengi?

  1. PH3
  2. CH3F
  3. N(CH3)3
  4. BH3
  5. HOCH3
Ábending, loka

4.

Hver eftirfarandi sameinda myndar ekki vetnistengi?

  1. Etanól, CH3CH2OH
  2. Díetýleter, CH3CH2OCH2CH3
  3. Vatn, H2O
  4. Ammóníak, NH3
  5. Etýlenglýkól, HOCH2CH2OH
Ábending, loka

5.

Hver eða hverjar eftirfarandi einda myndar ekki vetnistengi við eind af sömu tegund?
(i) NH3, (ii) (CH3)2NH, (iii) CH3–O–CH3,
(iv) NH4+, (v) CH3COOH.

  1. Aðeins iii og iv
  2. Aðeins iv
  3. Aðeins iii, iv og v
  4. Aðeins ii og v
  5. Aðeins iii
Ábending, loka

6.

Í hverju eftirfarandi tilvika koma viðloðunarkraftar við sögu?

  1. Vetnistengi í vatni
  2. Seigju
  3. Yfirborðsspennu
  4. Hárpípukrafti
  5. Málmtengi
Ábending, loka

7.

Ástæða þess að sum skordýr geta gengið á vatni er:

  1. hárpípukraftur vatnsins,
  2. viðloðunarkraftar vatns,
  3. uppþvottaefni í vatninu,
  4. yfirborðsspenna vatns,
  5. uppgufun vatns.
Ábending, loka

8.

Hvaða ástandsbreyting gerist þegar fast CO2 verður að gasi?

  1. Storknun
  2. Gufun
  3. Þurrgufun
  4. Þétting
  5. Þurrþétting
Ábending, loka

9.

Hver eftirfarandi fullyrðinga er röng?

  1. Þurrþéttingarvarmi er stærri neikvæð stærð en storknunarvarmi.
  2. Gufunarvarmi er minni stærð en bræðsluvarmi.
  3. Þurrgufunarvarmi er stærri en gufunarvarmi.
  4. Gufunarvarmi og þéttingarvarmi eru jafnstórar stærðir en með gagnstæð formerki.
  5. Þurrgufunarvarmi og þurrþéttingarvarmi eru jafnstórar stærðir en með gagnstæð formerki.
Ábending, loka

10.

Hver eftirfarandi ástandsbreytinga er útvermin?

  1. Bráðnun
  2. Þurrgufun
  3. Storknun
  4. Gufun
  5. Engin ofnataldra
Ábending, loka

11.

Eftirfarandi graf sýnir hita sem fall af varma sem efnissýni var gefið. Byrjað var með fast efni. Hver hluti grafsins á við það þegar verið var að hita vökva?

  1. A
  2. B
  3. C
  4. D
  5. E
Ábending, loka

12.

Eftirfarandi graf sýnir hita sem fall af varma sem efnissýni var gefið. Byrjað var með fast efni. Hver hluti grafsins á við það þegar efnið bráðnar?

  1. A
  2. B
  3. C
  4. D
  5. C
Ábending, loka

Árangur:
Rétt svör:

Björn Búi Jónsson, bjornbui@mr.is

Valid HTML 4.01! Valid CSS!