Menntaskólinn í Reykjavík Menntaskólinn í
Reykjavík
     Efnafræði í 4. bekk

Heimaverkefni 1 við 11. kafla

Nafn:________________________________

Eftirfarandi 12 krossaverkefni eiga við námsefni 11. kafla. Opna má leiðbeiningu við hverja spurningu.
Svaraðu fyrst öllum spurningum, sem þú getur, án þess að nota leiðbeiningar og kannaðu hvaða árangri þú nærð. Ef þú hefur ekki náð að svara öllu rétt þurrkaðu þá út svörin og endurtaktu verkefnið en opnaðu leiðbeiningar í þeim tilvikum sem þú ert ekki viss um rétt svar.
Ef enn vantar upp á að þú hafir svarað öllum spurningum rétt berðu þá þín svör saman við réttu svörin og reyndu að átta þig á hvers vegna þú svarar rangt.

1.

Raðaðu ástandaformum efnis í röð eftir vaxandi óreiðu sameinda.

  1. Vökvi<gas<storka
  2. Gas<storka<vökvi
  3. Gas<vökvi<storka
  4. Vökvi<storka<gas
  5. Storka<vökvi<gas
Leiðbeining, loka

2.

Hvaða tegund millisameindakrafta eru á milli skautaðra sameinda?

  1. London kraftar og skautunarkraftar
  2. London kraftar og vetnistengi
  3. London kraftar
  4. Vetnistengi
  5. Skautunarkraftar
Leiðbeining, loka

3.

Hvaða gerðir millisameindakrafta geta verkað á milli óhlaðinna sameinda?

  1. Londonkraftar
  2. Vetnistengi
  3. Jónatengi
  4. Skautunarkraftur, London kraftur og vetnistengi
  5. Skautunarkraftur
Leiðbeining, loka

4.

Hvaða kraftar eru yfirunnir við þurrgufun CO2?

  1. Londonkraftar
  2. Skautunarkraftar
  3. Vetnistengi
  4. Van der Waals kraftar
  5. Allir fyrrnefndu kraftarnir
Leiðbeining, loka

5.

Sameindirnar nitur, N2, og kolmónoxíð, CO, hafa jafnmargar rafeindir og næstum sama sameindamassa. Útskýrðu hvers vegna suðumark CO er dálítið hærra en suðumark N2.

  1. CO hefur meiri massa
  2. N2 getur myndað vetnistengi
  3. CO hefur minni massa
  4. N2 hefur stærra tvískautsvægi
  5. CO hefur tvískautsvægi
Leiðbeining, loka

6.

Greindu alla millisameindakrafta sem eru í C3H8 og CH3OCH3 og ákvarðaðu hvort efnið hefur hærra suðumark.

  1. Í C3H8 eru London kraftar en í CH3OCH3 eru London kraftar og skautunarkraftar, suðumark CH3OCH3 er hærra.
  2. Í C3H8 eru London kraftar og skautunarkraftar og sömu kraftar eru í CH3OCH3, suðumark C3H8 er hærra.
  3. Í C3H8 eru London kraftar en í CH3OCH3 eru London kraftar og skautunarkraftar, suðumark C3H8 er hærra.
  4. Í C3H8 eru London kraftar og einnig eru einungis London kraftar í CH3OCH3, suðumark CH3OCH3 er hærra.
  5. Í C3H8 eru London kraftar og einnig eru einungis London kraftar í CH3OCH3, suðumark C3H8 er hærra.
Leiðbeining, loka

7.

Útskýrðu muninn á suðumarki CH2BrCl (68°C) og CH3Br (3.5°C)

  1. CH2BrCl hefur minni skautunarhæfni en CH3Br.
  2. CH2BrCl hefur vetnistengi
  3. CH2BrCl er skautuð sameind en CH3Br er óskautuð sameind.
  4. CH2BrCl hefur meiri skautunarhæfni en CH3Br.
  5. CH2BrCl er óskautuð sameind en CH3Br er skautuð sameind.
Leiðbeining, loka

8.

Myndirnar sýna líkön bútans og 2-metýlprópans. Bæði efnin eru óskautuð og hafa sömu sameindarformúluna. Útskýrðu hvers vegna bútan hefur hærra suðumark, -0,5°C en 2-metýlprópan -11,7°C.

  1. 2-metýlprópan er óskautað.
  2. Bútan er þéttari sameind með minna yfirborð en 2-metýlprópan.
  3. Aðeins 2-metýlprópan myndar vetnistengi.
  4. Bútan er gisnari sameind með stærra yfirborð en 2-metýlprópan.
  5. Bútan er óskautað.
Leiðbeining, loka

9.

Áætlaðu suðumark H2Se út frá suðumarki efnanna:
H2O sýður við 100°C
H2Te sýður við -2°C
H2S sýður við -61°C

  1. Ógerningur er að áætla suðumarkið.
  2. Suðumark H2Se er yfir 10°C.
  3. Suðumark þess er um -32°C ef gerð er línuleg brúun miðað við mólmassa.
  4. Suðumark H2Se er um -100°C.
  5. Suðumark þess er um 110°C.
Leiðbeining, loka

10.

Raðaðu efnunum N2, O2 og NO eftir lækkandi suðumarki, efnið með hæsta suðumarkið er fyrst.

  1. N2 > O2 > NO
  2. NO > N2 > O2
  3. N2 > NO > O2
  4. O2 > N2 > NO
  5. NO > O2 > N2
Leiðbeining, loka

11.

Raðaðu efnunum NH3, CH4, SiH4, og GeH4 eftir lækkandi bræðslumarki, efnið með hæsta bræðslumarkið fyrst.

  1. GeH4 > SiH4 > CH4 > NH3
  2. NH3 > GeH4 > SiH4 > CH4
  3. NH3 > CH4 > SiH4 > GeH4
  4. NH3 > SiH4 > CH4 > GeH4
  5. CH4 > SiH4 > GeH4 > NH3
Leiðbeining, loka

12.

Hver efnanna

(i) CH4 (ii) Br2 (iii) NaCl (iv) H2O (v) H2S (vi) CH3OH

eru líklega vökvar við stofuhita?

  1. Aðeins ii, iv og vi
  2. Aðeins iv, v og vi
  3. Aðeins iv og vi
  4. Aðeins ii, iii, iv og vi
  5. Aðeins i og v
Leiðbeining, loka

Árangur:
Rétt svör:

Björn Búi Jónsson, bjornbui@mr.is

Valid HTML 4.01! Valid CSS!